29.02.2008 14:46

Hlaupársdagur.


Í dag er 29. febrúar sem heimsækir okkur bara fjórða hvert ár. Þeir sem eiga afmæli þennann dag eru náttúrulega bráðungir allir! En ég gæti trúað að sumum krökkum finnist ekkert gaman að eiga afmæli á þeim degi. Ég sá á blogginu hjá Vísi.is að einn borgarfulltrúi (kvenkyns) var að biðja sér eiginmanns....Og segir þjóðtrúin að á hlaupársdegi megi menn ekki hafna bónorði.. ..

Ég var í æfingum í Átak áðan. Þjálfarinn pínir mig meira og meira sem er bara gott..(eftirá). Svo skrapp ég í kaffisopa í Glaumbæ þar sem þau eru mætt í setrið sitt Maddý og Gísli. Þau eru með kúttmagakvöld fyrir vini og kunningja annað kvöld. Svo það er nóg að gera á þeim bænum. Það er eitthvað sem við kunnum ekki.(að verka kúttmaga).

Þeir raða sér hér fyrir utan bátarnir núna. Vonandi er gott fiskirí hjá þeim. Það er frost og frekar hægur vindur. Örugglega gott í sjóinn. Og svo er loðnan komin sem betur fer fyrir alla og þjóðarbúið. Vonandi að þeir finni fullt af henni og fái að fiska nóg. Manni stóð ekki á sama þegar ráðherra stoppaði allar veiðar á loðnu. Þvílíkt hrun fyrir margar sjávarútvegsbyggðir eins og t.d Vestmannaeyjar og Neskaupsstað. En þeir brosa nú breitt í bili....

Það er saumaklúbbur í kvöld hjá Sigrúnu í Keflavík. Svo þá verður malað smá hjá okkur!! Ein góð setning eftir Oscar Wilde írskan rithöfund...Það eru tvær gerðir af konum í heiminum..þær sem tala stöðugt og þær sem þagna aldrei !! ææ.... En ég læt staðar numið í bili. Hafið það notalegt, það er kominn föstudagur.

Kveðja úr sveitinni.
Silla.
Flettingar í dag: 11
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 156
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 97769
Samtals gestir: 19823
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 00:52:23