10.04.2008 20:25

Óperan og lífið.


Sæl verið þið ágætu blogglesendur mínir.
Við hjónin fórum á óperusýningu í gærkvöld. Já óperusýningu!!! Ég hef aðeins einu sinni á ævinni áður farið á slíka sýningu. Og hún kom á óvart þessi. Hún heitir COSI FAN TUTTE og er eftir Mozart. 

Hún var ekki í hávegum höfð í Evrópu á 18 öld. Sagt var að verkið þætti ekki siðsamt! En síðar varð það eitt af vinsælustu verkum Mozarts. Okkur var boðið af Stefaníu sem er viðskiptafulltrúi Glitnis í Reykjanesbæ en bankinn er styrktaraðili verksins.

Og við í Heiðarbæ settumst út á pallinn með kaffið eftir kvöldmatinn í kvöld. Trúið þið því? Það er þvílík veðurblíða í dag. En öllum að óvörum...... vaknaði fólk við 30 cm snjó í gærmorgun. En hann er allur að hverfa vegna þess að sólin elskuleg hefur látið sjá sig báða dagana. Sólin bræðir allt! Vildum gjarnan hafa meira af henni.

Og fréttir af Brúnó! Hann var mjög órólegur fyrstu nóttina heima..Hvert hljóð angraði hann..En nú er hann að komast í eðlilegt ástand og það er pottþétt að krakkarnir á Vallargötu 14 passa að hann fari ekki á flakk aftur.

En Fúsi og co eru þessa dagana í vinnu í Reykjavík. Nánar tiltekið í Örfirisey. Það er verk sem þarf að ljúka áður en hafist verður handa í Búrfellsvirkjun. Og svo er nóg að gera heima. Gunni og Erla Jóna vinna hörðum höndum í nýja og endurnýjaða húsinu. Og það er verið að brjóta niður veggi og byggja upp.

En við erum orðin smá lúin Heiðarbæjarhjónin. Eftir langa leit að Brúnó, gestagang og leikhúsferð ætlum við að fara snemma í háttinn í kvöld....En göngutúrinn var á sínum stað í dag. Útiloftið var frábært. Við mættum Benna og Týra ætlaði að gleypa hann. En svo að endingu...hafið það sem best!

Kveðja úr Heiðarbæ.
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 101160
Samtals gestir: 20453
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 16:09:46