14.04.2008 20:34

Farfuglarnir.



Jæja gott fólk. Nú eru farfuglarnir farnir að mæta í hópum. Ég var dálítið úti við í dag og það er gaman að heyra í þeim....... Það virðist ekki fæla þá frá að syngja að enn sé snjór í skuggum og lautum. En þeirra vegna og okkar líka vona ég að spá veðurfræðinganna rætist og það fari nú að hlýna!

Ég var að laga til í góða veðrinu. Raða spýtum og steinast eins og ég kalla það þegar ég er að laga einn og einn stein í hleðslunum. Það var mikil blíða í dag en hitastigið lágt nema í sólinni. Eldhússtörfin tóku smátíma en helmingur af Fúsa ehf er í Reykjavík að störfum.

Brúnó er að jafna sig eftir flakkið fræga og fór heim til sín í gærkvöld. En alltaf eru nokkrir að koma í heimsókn til að hitta ferfætlingana. Pottþétt hafa þau meira aðdráttarafl en við hjá sumum aldurshópum....

Ég kíki stundum á bloggheima hjá vísir.is og mbl.is. Einn er hagyrðingur á vísir.is sem kallar sig hallkri. Mér finnst hann skemmtilegur. Ég ætla að taka tvær góðar nýlegar stökur og leyfa ykkur að brosa út í annað.

Ríkisstjórnin ræður sér sjálf.
Raun er að fást við landann.
Stödd er nú út í heimi hálf.
Heldur mun forðast vandann.....og

Fari Guð að góðum ráðum
og geri eins og biðja menn.
Kemur vorið kannski bráðum
þó kuldatíðin ríki enn.

Ég ætla að hafa þetta stutt í kvöld! Bara láta ykkur vita aðeins af mér.
Eigið góðar stundir.
Kveðja Silla.
Flettingar í dag: 1169
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 156
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 98927
Samtals gestir: 19901
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 13:51:21