19.04.2008 17:20

Litlu lömbin.

      
Komið þið sæl.

Maður býr nú ekki í sveit fyrir ekki neitt eða hvað? Eru bara ekki komin tvö lömb hjá Bjössa. Ég hélt ég sæi ofsjónir og var að spá í hvort Ísar væri með hunda eða lömb á eftir sér í gær. Jú mikið rétt og svo voru þeir feðgar mjög sveitalegir og voru að bera áburð á túnin. Það eru líka tveir kálfar í húsi hjá þeim. Þið getið skoðað myndir af þeim á síðunni hjá Bjössa. Hann er svo duglegur að taka myndir...

Og bræðurnir Jóhann Sveinbjörn og Arnar Smári komu í morgun ásamt mömmu sinni henni Konný. Þeir löbbuðu yfir til að skoða lömbin. Það var mikið sport og Arnar sagði me.. me.. þegar þeir komu aftur heim. Heilmikið ævintýri fyrir litla karla. Svo er Bjössi núna að keyra mold yfir grjót sem er hér hjá okkur í lóðinni. Svo þið sjáið að það er nóg að gera í blíðunni hér í Stafneshverfinu..

En annars er allt gott að frétta. Lilla vinkona kom í gærkvöld og gisti. Við skröfuðum saman til kl. eitt eftir miðnætti. Og svo fórum við í sund í dag vinkonurnar. Þar hittum við m.a Björk Ara sem ég hef ekki hitt lengi. Það var svo margt að spjalla að tíminn flaug. Við höfðum svo mikið að segja hvor annari, við Björk .......

En Gugga og fjölskylda ætla að kíkja á eftir með Snata sem nú heitir Bassi. Það verður örugglega fjör og mikið hundalíf á bæ hér þegar þau bæta honum í hópinn sem fyrir er. Hér er Brúnó auk heimilishundanna Týru og Vikký.

Við heyrðum frá Epplagötugenginu í gærkvöldi. Þau voru að steypa stétt og grunn undir skúr og voru að vonum ánægð með dagsverkið.

En ætli ég láti þetta ekki duga í dag. Lifið heil.
Silla....



Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 101129
Samtals gestir: 20445
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 07:18:03