06.05.2008 18:02

Vætan..



Heil og sæl.. Ekki þurfum við sólgleraugu í dag. Það rignir núna fuglunum til mikillar ánægju. Ég sá einn áðan með þann stærsta maðk sem ég hef séð.. Auðvelt fyrir þá að ná þeim í bleytunni. Og þar sem hefur verið borin á áburður..þar er veisla.

En nú líður að lokum samræmdu prófanna. Það síðasta verður á fimmtudag. Engin hefur verið veikur til þessa og öll eru krakkarnir mjög kurteis og fín. Svo er vonandi að ekki verði nein sjúkrapróf en í fyrra var eitt......En þetta er búin að vera góður tími hjá mér og gaman að endurnýja kynnin af skólastarfinu. 

Ég fékk skilaboð frá Maddý áðan og þau eru að búa sig undir heimferð frá Jackssonville í Flórida. Þar hafa þau hafa verið síðustu fimm vikur í húsinu sínu sem þau eiga með Ölla. Þau koma á fimmtudagsmorgun og það verður gaman að fá þau í sveitina aftur. 

Bjössi er búin að undirbúa að fá gám um næstu helgi þar sem við getum hent ýmsu drasli í sem hefur safnast fyrir. Það verður fínt og margar hendur vinna létt verk......Þá verður hamagangur (á Hóli) í Stafneshverfi..Og ef allir taka til hendi þá verður þetta bara fjör!

En læt þetta duga í bili. Eigið góðar stundir.


Silla.
Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 18
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 101263
Samtals gestir: 20480
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 09:40:34