15.05.2008 10:33

Veðurblíða


Sæl verið þið. Ekki höfum við þurft að kvarta undanfarið yfir veðrinu helsta umræðuefni Íslendinga. Sól og hiti og í dag er spáð allt að 17.stiga hita. Ég var að gróðursetja nokkrar plöntur mér til gamans. Það koma svona upp grænir fingur öðru hverju. En ég ætla ekki að gera mikið í þeim efnum. Leyfi bara mosanum og lúpínunni að vera í friði og finnst þau bara prýði í hrauninu. Svo það er ekkert verið að ónáða tölvuna of mikið nú um stundir.

En það er margt fólk að skoða sig um og taka kvöldrúnta hér. Svo fara margir hér nýja veginn fyrir ofan. Ósabotnaveginn. Þó að hann sé ekki alveg tilbúinn er hann ökufær. Stöð tvö var með frétt um hann um daginn og ég sé greinilega aukningu á umferð eftir þær fréttir..

Litla daman í fjölskyldunni er hin sprækasta milli þess sem hún sefur. Hún er algjör dúkka. Foreldrarnir eru nú í því að sýna eldri dömunni athygli því það eru mikil viðbrigði að fá annann einstakling þar sem maður hefur átt athyglina óskerta. Já og kærar þakkir fyrir allar hamingjuóskirnar hér á síðunni.

Þorsteinn Grétar Eiríksson í Lysabild í D.K varð 14 ára í gær. Svo elstu barnabörnin eru 16, 15 og 14 ára á þessu ári. Svona flýgur tíminn áfram...Í gær fór Ísar sonur Bjössa til D.K með Norrænu og ætlar að vinna einhvern tíma þar úti. Verður fyrst um sinn hjá Krissa bróðir sínum sem býr þar með fjölskyldunni. Svo það er þó nokkuð stór hópur úr fjölskyldunni í Danmörku um þessar mundir.

Maddý, Gísli og Ölli eru komin frá Flórida. Glaumbæjarhjónin koma suður um helgina svo það verður flott ferðasaga vonandi sem við fáum að heyra í góðu tómi..

En látum þetta duga í bili..Þarf að huga að einhverju fæðistengdu og svo kallar útiveran.. 

Bestu kveðjur.
Silla.
Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 101120
Samtals gestir: 20442
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 04:34:02