22.05.2008 21:36

Eurovision og rok!


 Hæ hæ. Við komumst upp úr þessum pytti.. undanúrslitunum..Einu sinni var þetta ekki vandamálið. En núna eru þjóðir Evrópu sem taka þátt orðnar svo margar að það þarf tvær undankeppnir. Og bara gaman að þau Eurobandið fái tækifæri á að reyna sig í aðalkeppninni á laugardag. Og ég yrði alsæl með 16. sætið þá..í alvöru..

Og í dag er búið að vera þvílíkt ROK..Ég horfi angistaraugum á plönturnar sem ég fékk hjá Ásu í Glitbrá um daginn berjast í vindinum. Ég vona það besta því vindurinn er hlýr og vorið hefur vonandi yfirhöndina...

Og betri helmingurinn er allur að koma til..Hann situr hér við hliðina á mér í tölvunni sinni og ég næ ekki sambandi við hann í augnablikinu.. Ég er alveg sátt við það því við eigum sko öll rétt á að að eiga áhugamál í tómstundunum. Ég blogga um þetta og hitt og honum finnst það bara fínt..Les það stundum og stundum ekki. 

En það verður greinilega fjör á laugardag. Euróvísion fjör. En þessi dagur er samt dagur afreka og það verður haldið upp á það..Hannes tengdasonur útskrifast sem vélvirki og við ætlum að fara í Borgarholtsskóla og samfagna með honum. Og á eftir förum við í kaffi í Miðhúsum og þar verður líka bróðir hans Siguróli og þeir ætla saman að halda upp á að hann er orðinn stúdent og Hannes vélvirki!

Elskurnar mínar. Hafið það sem best!
Kveðja úr Heiðarbæ..
Flettingar í dag: 1168
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 156
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 98926
Samtals gestir: 19901
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 13:09:09