30.05.2008 14:14

Eftirminnilegur.


  Sæl öll mín kæru! 
Það var svei mér eftirminnilegur afmælisdagurinn minn í gær. Ég man örugglega eftir því hvar ég var stödd korter fyrir fjögur 29. maí 2008. Reyndar var ég í Bónus að kaupa á grillið handa börnum og barnabörnum og fann ekki jarðskjálftann sjálf. En allir hér Bjössi, Linda og fleiri gerðu það. Gunni var staddur í verslun í Reykjavík og var að hugsa um að hlaupa út. Ekki hefði ég viljað vera stödd fyrir austan fjall! Ég vorkenni fólkinu sem hefur sumt þurft að vera í tjöldum. Ýmsir hafa farið til Reykjavíkur til ættingja.

En við verðum að vona að þessu fari að ljúka en ennþá finnast eftirskjálftar sem fara þó minnkandi að sögn. Ég fór inn á vef Veðurstofunnar og kíkti á mælirinn hér í Nýlendu og það sést greinilega að eitthvað mikið hefur verið að gerast. Fínt að símasambandið var komið á því þeir geta þá kortlagt þetta blessaðir.

En í gærkvöld voru hér eins og ég ætlaði að segja öll börn, tengdabörn og barnabörn nema Danmerkurbúarnir Eiríkur og fjölskylda. Þar eru þau 5. Svo vantaði Ástrósu sem er í Danmerkurferð með skólanum. En hér í grillpartýinu vorum við 17. Svo að þegar við erum öll samankomin erum við 23. Við erum svo sannarlega rík gamla settið. Svo gistu tveir bræður á loftinu í nótt. Þeir Garðar Ingi og Vilmundur Árni. Í dag er enginn skóli því það er starfsdagur kennara. En Jóhanna þurfti að mæta í Bónus kl.7 í morgun. Hún er yfir búðinni í hálfan mánuð meðan verslunarstjórinn Snorri er erlendis. Gott að vera ekki í Bónus á Selfossi að þessu sinni..Hrikalegt ástand hjá íbúum þarna fyrir austan.

En við megum búast við ýmsu á þessari eyju okkar. Það eru aðeins átta ár núna 17.júní n.k síðan síðustu Suðurlandsskjálftar dundu yfir.

En læt þetta duga í bili. Eigið góða helgi.
Kveðja Silla.........
Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 101112
Samtals gestir: 20440
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 03:00:10