06.06.2008 11:45

Misjafnt.


Sæl öll. Eins og ég sagði síðast er ég hálflöt í blogginu um þessar mundir. Ekki að veðrið sé yfirþyrmandi gott...Nei sjaldan sólgleraugu þessa dagana. En það er gróðraveður eins og ég heyrði oft sagt í gamla daga svo það er bara að vona að sólskinið komi síðar. Eigum við ekki að segja að í júlí verði sumarið!

Ég þeyttist í Reykjavík kl. 8 í morgun til að sækja Gunna sem fór með bílinn sinn í venjubundna skoðun. Hann fór kl. 7 af stað og ég beið heima og sagði að ég tryði ekki að þeir lánuðu honum ekki bíl á meðan á þessu stæði. En ..nei takk það er ekki sama hvar maður kaupir bílana sína..greinilega! Það er ekki hægt að bera saman þjónustuna hjá mínu umboði sem er Bílabúð Benna og þessu sem er Ingvar Helgason.

Ekki nóg með það. Hann var án bílsins í þrjá mánuði í fyrra vegna galla. (Reyndar fékk hann annann á meðan það var) Þeir hefðu átt að kanna öll þau óþægindi og koma til móts við hann núna..En það var nú aldeilis ekki. Þetta er eitthvað annað en um daginn þegar ég þurfti að láta laga bílinn minn vegna þess að Gunni keyrði á steininn. Þar var lipurðin og þjónustulundin í fyrirrúmi hjá Bílabúð Benna. Og samt var þetta okkar sök.

Svo nú er Gunni á Captívunni minni í vinnunni. Tveir starfsmenn Fúsa eru í Örfirisey og tveir uppi í Búrfelli að koma sér fyrir. Þar er að hefjast um það bil þriggja mánaða vinna. Svo reddarinn Gunni er á þeytingi í hinu og þessu.

En í fyrradag fór ég í bæjarferð með Lindu og litlu dúllu sem var að fara sína fyrstu búðarferð. Reyndar sat amman með þá stuttu úti í bíl á bílastæðinu í Smáralind meðan mamman verslaði...Og í gær var elsta barnabarnið að útskrifast úr Grunnskólanum í Sandgerði. Það var Gunnar Borgþór yngri. Flott skólaslit í Safnaðarheimilinu og foreldrarnir buðu upp á kaffi og kökur. Friðrik Gunnar sonur Sirrý var líka að ljúka skólanum og það var mjög gaman að vera viðstödd. Þau voru 37 sem útskrifuðust og hafa aldrei verið fleiri í bekk. Það voru þessir krakkar sem ég var að sitja yfir í samræmdu prófunum. Öll alveg frábær..

En ég læt staðar numið í bili og hafið það sem best.
Silla í Heiðarbæ.
Flettingar í dag: 185
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 101626
Samtals gestir: 20573
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 23:32:32