28.06.2008 18:46

Er von á regni?


Sæl  öll sömul. Það hefur ekki verið bloggveður undanfarið. Það hefur verið sól stanslaust í þrjár vikur eða síðan við settum torfið á blettinn. En það gæti verið að breytast eitthvað. Spáin hljóðar upp á smávegis rigningu á morgun. En það hvessti allverulega í dag og er hávaðarok núna.

Hulda vinkona mín og skólasystir síðan í Reykholti kom í gær í heimsókn og ég fór með hana í bæinn í dag. Þar hefur hún búið eftir nám en er frá Bakkafirði. Árni Snær sonur Maddý og Gísla fékk far með okkur. Hann var að fara í vinnu og er nýkomin frá Flórida þar sem hann var í húsinu sem foreldrar hans eiga í Jackssonville. 

Við Hulda höfum alltaf haldið góðu sambandi í þessi 45 ár sem liðin eru síðan við vorum saman í herbergi í Reykholti. Ég í landsprófi og hún tók gagnfræðaprófið. Hvortveggja eru nú börn síns tíma (þau námsform)..En Hulda hefur alla tíð unnið í Búnaðarbankanum nú Kaupþingi. Stundum líða nokkur ár á milli þess að við hittumst  en þeim mun styttra á milli þess að við heyrumst.

En ég er enn að passa Svandísarvoffa. Þau hjónakornin framlengdu fríinu til mánudags eða um fjóra daga. Fínt hjá þeim. Það gengur bara vel með ferfætlingana og þeir eru orðnir næstum eins og heima hjá  sér. Ég hef orðið góð tök á uppeldinu. Tek Týru afsíðis þegar þau eru úti. Þá gegna þau mér en þegar Týra er með tekur hún strauið á hina bæina. Ég er nú ekki alltof hrifin af því að hinir elti.

En ekki fleira í bili. Læt heyra í mér ef að fer að rigna. Eigið góða helgi gæskurnar.
Kveðja Silla.
Flettingar í dag: 97
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 96
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 101429
Samtals gestir: 20515
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 17:22:25