13.07.2008 12:10

Væta.

Góðan dag.

Það er rigning í dag og í gær. Kærkomin væta fyrir gróðurinn og komið að hvíld hjá Búrfellsgenginu. Þeir hafa unnið stanslaust án þess að taka dags frí í þrjár vikur. Svo ég held að þeir njóti rigningarinnar. Það gengur samkvæmt áætlun og yfirmenn hjá Landsvirkjun ánægðir með það sem af er.

David er hjá okkur og þeir Gunni voru átta tíma í gær að vinna við einhverja hluti (úr virkjuninni) hjá Fúsa ehf í Sandgerði. Hluti sem verða svo fluttir fullmálaðir uppeftir. Einn meiddi sig hjá þeim í vikunni. Fékk yfir sig sand á fullum þrýstingi og það skárust í sundur fötin hjá honum og bakið fékk fyrir ferðina. Hann verður vonandi vinnufær eftir helgi. Hann er nú að jafna sig held ég.

Bjössi er á Kanarí með tveim dætrum og barnabarni. Hefur það vonandi gott. Við Aron erum að huga að hundum og nautum á meðan. Svo var heilmikið um að vera í vikunni í túnslætti. Sá sem fékk að slá hjá honum (Bjössa) kom með stórvirkar vélar og mannskap og nú er allt þurrt og fínt í böggum.

Lilla vinkona kom í fyrrakvöld og fór í gær. Við grilluðum og fengum okkur rauðvín með matnum og þá er ekki um að ræða að aka eitt eða neitt. Það var mikið spjallað og hlegið. Jóhanna kom í gærkvöld í afgangana og hún er að vinna alla helgina. Eftir það er hún að taka tvær vikur í sumarfrí. Komin tími á frí hjá henni. Hún vinnur mikla álagsvinnu.

Eiríks og Lilju börn eru í Reykjavík hjá mömmu hennar og Helga manninum hennar. Ég held að þau komi aftur í kvöld en ég þarf að hafa samband og athuga það. Þau verða líklega að einhverju leyti hjá Jóhönnu næstu daga. Vilmundur er að koma frá pabba sínum úr fríi í kvöld. Um næstu helgi fara þau í heimsókn til pabba Lilju og Bjarteyjar konu hans. Heim til Danmerkur fara þau á mánudag eftir rúma viku.

En ég læt þetta duga í bili...
Kveðjur til ykkar.
Silla.

Flettingar í dag: 34
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 18
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 101270
Samtals gestir: 20481
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 11:28:48