22.07.2008 10:56

Ferðalangar.

 

 Sæl öll nær og fjær.

Jæja nú eru barnabörnin farin heim til Danmerkur. Þetta var góður tími og vonandi hafa þau haft gaman og gott af verunni hjá okkur á Íslandi. Þau voru samt ánægð að vera að fara heim til mömmu og pabba þó heyrst hafi raddir um að best væri að búa á Íslandinu góða.

Þegar Eiríkur hringdi til að láta vita að þau væru komin á danska grundu spurði hann hvar hjólastóllinn væri?.. Haaa.. Jú Helga sem er spastiskur í fótunum sínum var ekið út í hjólastól þegar þau komu til landsins. Við töldum víst að stóllinn væri úr flugstöðinni og skildum hann þar eftir. Og ekki sögðu krakkarnir neitt yfir því. Enda Helgi hinn duglegasti að hjálpa til..Góður og greindur strákur sem vildi alltaf vera að færa fyrir ömmu vatnið á blettinum í þurrkinum.

En ég hringdi áðan upp í tapað fundið í FLE og nú er verið að leita að hjólastólnum. En heimferðin gekk vel en líklega hefur hann verið orðin lúin á göngunum á Kastrup. Það var fleira sem gleymdist. Mikki mús hennar Sigurbjargar kúrði á stól í borðstofunni og lét ekkert fyrir sér fara.

En nú er búið að rigna vel í tvo sólarhringa. Gott fyrir grasið mitt og trén. Vona að þetta verði samt ekki langvinn vætutíð. Og þá er ég að hugsa um strákana mína sem vinna nú alla daga í Búrfelli. En sumt er víst hægt að gera í vætunni.

En rétt í þessu var verið að hringja úr Flugstöðinni og stóllinn bíður eftir mér þar.. Við Ástrós ætlum að fara og sækja gripinn!
Og nú eftir hádegi kemur Bjössi heim frá Tenerife ásamt stelpunum og Aron Darra.

Læt þetta duga í bili. Bestu kveðjur.
Silla.

Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 97708
Samtals gestir: 19821
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 19:37:42