02.08.2008 21:51

Ferðahelgin mikla.


Góða kvöldið...

Jæja nú í blíðunni er hið besta ferðaveður.. 
Enda hin sívinsæla verslunarmannahelgi!
Og hún skipti máli í den en er bara löng fríhelgi hjá okkur gamla settinu núna.... Samt fórum við á rúntinn í dag og heimsóttum Sigfús, Erlu Jónu og Ágúst sem eru í hjólhúsinu sínu að Hellishólum í Fljótshlíð. Ég vona að Sigfús nái að hvíla sig því vinnuharkan hefur verið mikil hjá þeim í Búrfelli undanfarið.

Upphafleg áætlun fyrir þessa helgi var að kíkja á málverkasýningu á Minni Borg í Grímsnesi sem Ragga, gömul vinkona mín hafði boðið okkur á. Sú sýning átti að standa frá 12.júlí til 3.ágúst. Svo eina helgin sem ég vissi að við Gunni værum laus var þessi. En áfallið var mikið þegar ég frétti að Ragnhildur Kristín Sandholt væri dáin.

Svona er lífið stundum. Ég hefði bara átt að fara ein við opnunina..... Og hún Ragnhildur mín verður jarðsett á miðvikudaginn næsta. Ég heimsótti hana síðast 2006 ásamt Maddý og þá hafði hún gengið í gegn um fyrstu þrekraunir krabbameinsins. En helstu samskipti okkar Röggu hin síðari ár hafa verið jólakortin sem hafa oftast verið sem löng sendibréf.

Eins og ég hef áður sagt verða vinkonur ávallt vinkonur. Alveg sama þótt líði langur tími milli samfunda. Þannig var það með okkur Röggu. Vissum alltaf hvor af annarri. Héldum þræðinum þótt oft væri hann svolítið smágerður. En hann slitnaði aldrei.

En reynum að snúa okkur að öðru. Ég hef fengið snúrustaura í Heiðarbæ. Gunni og David settu þá upp fyrir mig í gær. Og ég er svo gamaldags að mér finnst það heimilislegt að geta hengt út þvottinn minn...Er þegar búin að þurrka þvott af rúminu okkar!

En kæru vinir ..hafið það sem best í góðviðrinu.
Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 98
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 101539
Samtals gestir: 20555
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 08:54:34