12.08.2008 17:38

Norðanfólk í heimsókn.



Halló halló..


Ég ætla svona rétt að kíkja á bloggið og láta vita af mér. Það er sama blíðan. Og þannig er það bara í svona veðri að allt verður svo miklu skemmtilegra. Og sumarið er langt komið og hefur verið bara ljúft. Að vísu hefur kellan ekki farið miklið að heiman en þeim mun fleiri hafa verið hér hjá mér í Heiðarbænum...

Og í dag fékk ég fullt af góðum gestum. Norðanfólkið mitt eins og ég segi gjarnan um skyldmennin sem búa á norðurlandinu. Sigga Magga elsta dóttir Dúnu systir með alla fjölskylduna sem er auðvitað Styp hinn Hollenski og börnin fjögur. Þau voru nýkomin úr ferð til Danmerkur og Hollands. Þar (í Dk) voru þau að halda upp á tíu ára útskriftarafmæli úr kennaraháskóla (sem þau kynntust í)..



Og með henni var Solla systir hennar með Arndísi Dúnu og Lárus son Laufeyjar .. Auðvitað á öðrum bíl ..annars hefði þurft rútu ..Mamma var með þeim og svo var Linda stödd hér með dætur sínar og hundinn Flugu. Og svo býr Solla í höfuðborginni þó ég vilji helst setja samasemmerki við börn systra minna fjögurra sem allar fluttu til norðurlands og búa þar flest. Svo kom Elín líka og Bjössi kíkti á þær áður en hann fór í árlegann veiðitúr þeirra vinnufélaga í Nesfisk upp við Djúpavatn.


En þegar Sigga ætlaði að leggja af stað var bíllinn rafmagnslaus svo nærtækasta og besta ráðið var að fá Ölla frænda með startkaplana. Og auðvitað var gaman fyrir þau að hittast. En rúsínan í pylsuendanum (heimsókninni) hjá krökkunum var að fara í berjamó! Og þau þurftu ekki að fara langt því berin eru í meters fjarlægð frá húsinu! Og þvílíkt hvað það var gaman hjá þeim. Linda tók nokkrar myndir og ég ætla að biðja
hana að senda mér þær ..



Svo í dag voru hér í blíðunni á annann tug gesta.. En Gunni og David og allir í Fúsa ehf eru á fullu að vinna. Ég á ekki von á að þeir komi fyrr enn seint í kvöld eins og vanalega. En þetta er veðrið sem þarf að vera í þeirra atvinnu! En ég vona að mér takist að fá hann til að taka smáfrí í byrjun september!

En nóg að sinni.
Kveðja úr Heiðarbæ.
Silla.   

Flettingar í dag: 54
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 97656
Samtals gestir: 19815
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 09:53:49