24.08.2008 21:47

Eins og hellt úr fötu.


Jæja þar kom að því! 
Nú rignir eins og hellt sé úr fötu. Og Bjössi valdi rétta tímann til að fara norður því þar er örugglega blíðan. Þannig er það á okkar ástkæra landi að ef við erum í sunnanáttum og rigningu þá er oftast sól og blíða norðan heiða.

En annars er allt gott að frétta. Mikil vinna hjá vinnudýrunum hjá Fúsa ehf. Ég hef ekkert verið þar til aðstoðar en Erla Jóna er krafturinn í aðalstöðvunum á Strandgötunni. Hún sér um launaútreikninga og er endalaust dugleg að hafa allt í röð og reglu..

Og silfur-STRÁKARNIR okkar eru auðvitað í huganum núna. Frábærir þó auðvitað sæist tár á kvarmi við að ná ekki gullinu. En þeir eru sannarlega sigurvegarar þessir strákar. Ég hef alltaf haft gaman að handbolta en hef aldrei séð svona marga jafnfæra og núna. Þvílík liðsheild! Til hamingju Íslendingar ..

Hundalífið er í algleymingi. Ég er að passa hunda Svandísar. Hún kemur á morgun. En þeir hafa verið mjög góðir og ég er farin að heypa þeim út nokkrum sinnum á dag. Og þeir svara alltaf þegar ég kalla svo þeir greinilega eru farnir að finna sig hér í Heiðarbænum. En að öllu jöfnu er nóg að hafa Týru og dótturina Vikký!


En nú er að koma háttatími hjá okkur gamla settinu svo ég kveð ykkur og segi góða nótt.
Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 152
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 97754
Samtals gestir: 19822
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 22:33:09