19.09.2008 14:26

Haust.


emoticon
Já ég held að það sé að hausta. En allar árstíðirnar fjórar hafa sinn lit. Og haustið er oft litríkt og fallegt. Það sem er að gera haustið erfiðara núna eru þessar stóru lægðir með tilheyrandi roki og látum. En í fyrrinótt kom svo mikil selta með útsynningnum að það var eins og filma settist á gluggana. En nú er farið að rigna aftur svo kannski að rúðurnar fái þvott!!!emoticon

En ég er hér í Heiðarbænum að jafna mig eftir aðgerðina og það gengur eins og í sögu. Búin að fara niður og upp tröppurnar og æfa mig eins og vera ber. Svo fór ég líka aðeins í bíltúr svona rétt til að finna að ég get farið allra minna ferða. Sem auðvitað gekk vel. En ég ÆTLA að fara varlega. Um það snýst þetta dæmi.

Það er annars lítið að frétta. Veðrið er að stríða Fúsamönnum í Búrfelli. Þar eiga þeir eftir frágang og þannig vinnu en í gær urðu þeir að hætta vegna veðurs. Það er hættulegt að vinna í svona hávaðaroki eins og geisar núna þarna uppfrá. Svo það er bara að vona að veðurguðirnir stilli sig eitthvað á næstunni. Spáin er ekki góð fyrir næstu daga..en..fljótt getur skipast veður úr lofti!

Og nú fara Benni frændi, Guðjón og Gumma að koma heim frá Flórida. Það verður munur á veðurfari hjá þeim að koma beint í rokið. En læt þetta duga í bili og skrifa fljótt á ný!
Kveðjur úr Heiðarbæ..emoticon


Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 154
Gestir í gær: 120
Samtals flettingar: 100868
Samtals gestir: 20375
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 08:17:20