05.10.2008 17:16

Sunnudagsblogg.


emoticonEnn á ný er farið að blása. Búið að vera rigning og rok síðan um hádegi. En ég var að tala við Gunna sem er uppi í Búrfelli og þar er stafalogn og blíða. Þar eru þeir að mála og það væri flott að rigningin næði ekki til þeirra strax. Svo er að taka saman og ég á von á honum seint í kvöld.

Ég ætla að elda handa okkur og Jóhönnu fjölskyldu í leiðinni. Hún er búin að vera á útopnuðu alla helgina í Bónus. Ástrós er að vinna þar í dag líka. Það er líkt og jólin séu að koma, þvílík er traffíkin. Það er greinilega órói í fólki og sumir eru að setja kisturnar sínar í samband sem hafa ekki verið notaðar í nokkur ár. Fólk er að taka slátur og ýmislegt að gera sem kallast góð búmennska. Ef það verða einu afleiðingar þessarar kreppu er ég ánægð. Það þarf auðvitað að sýna aðhald og gleyma ekki gömlum gildum. Vona bara að forráðamenn þjóðarinnar nái að rétta skútuna við..

En ég skrapp í Sandgerði áðan og náði í Brúnó. Greyið var einn heima og var virkilega glaður að fá að koma með mér í hundafélagsskapinn! emoticonÍ gærdag passaði ég Hrafntinnu og fór svo líka í skírnarveislu hjá Sirrý..Réttara sagt hjá Konna hennar. Og barnið fékk nafnið Guðmundur Atli. Flottur strákur. 

Nú er verið að leggja lokahönd á vinnu við Ósabotnaveginn. Það er frábært. Ég fór hann í fyrradag og það er búið að leggja á hann möl sem á svo að keyrast niður í tjörulagið sem er undir. Vonandi verður einhver umferð um hann í vetur en ég sá að þeir völtuðu hann nú samt svo þetta er nokkuð þétt. Þvílík samgöngubót bæði fyrir okkur hér og fyrir alla sem vilja aka smá hring: Sandgerði-Stafnes-Ósabotnar-Reykjanesbær-Garður. Flottur hringur á Sunnudegi. Hægt að stækka hann út á Reykjanes. Það má að miklu leyti þakka bæjarstjórn Sandgerðisbæjar fyrir að þetta er orðið að veruleika, vegna flýtifjármagns sem þeir settu í veginn.emoticon

En að endingu..líði ykkur sem best.
Kveðjur úr Heiðarbæ.
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 77
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 101052
Samtals gestir: 20423
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 15:50:50