14.11.2008 22:39

Föstudagur.

emoticon
Gott kvöld. Þá er aftur komin helgi. Tíminn flýgur. Ég var að elda fyrir karlana mína í Fúsa eins og flesta daga síðustu vikur. Svo kom Bjössi aðeins við og hann fékk afganga af kubbasteik. Síminn var bilaður og Veðurstofan hafði samband við hann vegna tölvunnar (eða jarðskjálftamælinum) sem dettur út eins og netið. Það er nefnilega það.emoticon.Fyrir ykkur sem vitið ekki er jarðskjálftamælir hér rétt fyrir ofan húsið. Síminn eða Lína eins og það heitir var óvenju fljótur að koma símastrengnum í lag. Síðast tók það marga daga. Það var eins gott því ef ég hef ekki tölvuna finnst mér mikið vanta. Les fréttirnar og skoða bloggið. Maður getur vanið sig á margt!

Lilla vinkona var að fara heim rétt áðan. Hún kom eftir vinnu og var í mat hjá okkur. Svo vorum við búnar að sitja og spjalla í yfir þrjá klukkutíma. Ég labbaði með henni niður að bíl og tók voffana í leiðinni í svefnplássið. Þeir sofa alltaf í kjallaranum og eru held ég bara sáttir við það. Það er komin smá snjóföl og aðeins tekið að hvessa en annars er þetta bara fínt haustveður sem við höfum haft undanfarið. Það hefur verið frekar milt.

En ég er að hugsa um að fara bara snemma að sofa þetta föstudagskvöld. Núna er klukkan bara sex í Epplagötu (ellefu hér) og sennilega bara aðeins tekið að skyggja..Ekki rétt Epplagötugengi? Annars var ég í sms við Maddý í dag og þar er allt í góðu.

Og ég ætla ekki að minnast á k-fréttir nóg af þeim á öðrum síðum. Hafið það sem best um helgina, hugsið vel um hvort annað , góða nótt og sofið rótt.
Kveðja úr Heiðarbæ.
Silla.emoticon

 
Flettingar í dag: 55
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 101144
Samtals gestir: 20449
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 11:35:42