28.01.2009 15:20

Löt..


Heil og sæl. Það er búin að vera bloggleti í gangi á bænum enda ekki skylda að blogga eins og þið vitið!! En það er búin að vera hasar í stjórnmálunum á Íslandi í dag. Maður veit ekkert hvernig stjórn verður komin þegar maður vaknar að morgni. Það er bara að vona að fólki gangi að koman saman stjórn þar til kosið verður. Ekki gott að vera í lausu lofti í kreppunni. Ég ætla svo ekkert að segja um það hér hvernig mér finnst síðasta stjórn hafa staðið sig. En allavega eitthvað hægfara held ég. En vonum það besta.

Ég var að passa fyrir Lindu í gær. Það var verið að jarða Anton afa Jóns. Og ég fer á fund í VSFK. á eftir. Svo er ég búin að vera að dunda mér hér heima í dag meðan þvottavélin vinnur fyrir mig eða Jóhönnu. Er að hjálpa henni aðeins í þvottamálum sem fylgir stóru heimili. Þvottur og aftur þvottur.

Við erum búin að vera að fara í göngu næstum daglega (settið). Reyndar seinnipartinn á daginn því það er farið að verða bjart lengur fram eftir sem betur fer. En í mestu hálkunni sleppum við göngunni. Ég vona að veturinn verði góður það sem eftir er.

Nú styttist í að Konný komi með þriðja prinsinn og þrettánda barnabarnið okkar. Ekkert smáfjöldi það. Konný er skrifuð 12. febrúar en það er aldrei að vita hvaða dag hann velur sér.   

Þetta hjal var svona rétt til að láta vita að ég er lifandi og ég ætla bara að biðja að heilsa ykkur núna. Fer að verða duglegri, vonandi.
Bestu kveðjur úr Heiðarbæ.
Silla.
Flettingar í dag: 104
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 101545
Samtals gestir: 20561
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 09:56:12