06.02.2009 12:02

Lilja komin.


Komið þið sæl.
Það er ekki langt síðan við komum frá Danmörku. Og ekki datt mér í hug að tengdadóttirin yrði komin innan nokkurra daga á eftir mér. En presturinn okkar hann Björn Sveinn þurfti að fara í leyfi til USA frekar snögglega. Hann verður í þrjá mánuði og tekur svo sumarfríið sitt strax eftir það. Svo þetta gæti orðið afleysing fram í júní. 

Svo það voru fljótir hugar sem fundu út að kannski gæti Lilja Kristín leyst hann af. Og það gekk eftir og hún er á fullu að fara yfir verkefnin sem bíða. Tvær messur um helgina og skírn. Og svo allur hópur fermingarbarnanna sem þarf áframhaldandi fræðslu og umönnun.

Svo Eiríkur er í Lysabild með krakkana og þau eru auðvitað öll í skólum. Og vonandi verða allir frískir þá gengur þetta allt upp. Sem sagt fjarbúð! En Lilja er hér í augnablikinu í Heiðarbæ. Við erum búin að biðja Bjössa um að hún fái að vera í skúrnum. Það er ágætt fyrir hana að hafa smá stað sjálf þegar hún þarf næði. Förum kannski í það um helgina að koma þangað rúmi og fleiru. Svo eru það bílamálin. Ekki getur hún verið án bíls. Í augnablikinu er hún á mínum en annað hvort kaupum við eða leigjum ódýran bíl hjá Sissa..(Hann er í sóknarnefnd með mér). Það kemur í ljós. Hann lánaði mér reyndar bíl til bráðabrigða. Frábær þjónusta hjá Bílahorninu..

En í dag er verið að jarða Pétur Björnsson. En það er sr. Önundur sem jarðar. Þeir eru bræður hann og sr. Björn Sveinn og hann var búin að ganga frá þeim málum.

Annars er allt ágætt að frétta og styttist í næsta barnabarn. Það er eftirvænting í lofti og við látum ekki kreppuna hafa of mikil áhrif á okkur. Lífið heldur áfram og við verðum að gera gott úr því!

Þar til næst..Góðar stundir.
Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 101621
Samtals gestir: 20570
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 22:36:06