07.03.2009 14:17

Blogg í tvö ár.

emoticon
Góðan dag.
Nú eru rúm tvö ár síðan ég byrjaði að skrifa svona þankabrot á 123.is/ heidarbaer. Það var Konný sem kom mér til að prufa og það er bara gaman að þessu. Ég fór aðeins yfir þetta og það geta allir. Þetta er allt hér til hægri á síðunni.Stundum hef ég bloggað mikið stundum löt og þá fer það niður í 5-7 skipti í mánuði. Það finnst frændfólki og vinum of lítið og segja að hér sé hægt að fylgjast með hvað er í gangi. Þetta á nú frekar við þá í fjölskyldunni sem búa erlendis. En mér fannst sjálfri bara gaman að fara svona rúnt yfir það sem ég hef skrafað um frá því síðla febrúar 2007. Já ýmislegt sem kom upp í hugann við upprifjunina. Og líka hægt að brosa yfir þessu.

Það var til dæmis ein færslan sumarið 2007 sem ég sagði frá belgiskum ferðalöngum sem ég leyfði að tjalda í görðunum hjá mér og gaf þeim svo kaffi og te um morguninn. Í byrjun árs 2007 snýst líka mikið hjá mér um Wilson Muuga nokkurn. Og svo var ég dugleg að blogga í ferðinni sem við fórum með Maddý og Gísla um Bandaríkin og Kanada í brúðkaupsafmælinu okkar. Já það er bara gaman að rifja upp og þetta er svona í ætt við dagbók..emoticon

En í dag er bjart og fallegt veður. Það hefur verið undanfarna daga. Ég tók æði áðan með tuskuna. Sólin var farin að segja mér til syndanna!! Gunni er að vinna í íbúðinni sem er verið að standsetja fyrir Jóhönnu. En hann er bara að þessu núna svona í laugardagsfríi. Það hefur minnkað í bili vinnan í Fúsa ehf en samt er nóg að gera virka daga. Þessi tími hefur nú alltaf verið rólegastur því sandblástur fer aðallega fram að sumrinu. Þeir vonast eftir stærri verkefnum sem komi með vorinu. En svo spilar þetta ástand eitthvað inn í dæmið.

Ég læt þetta duga í dag. Hafið það sem best um helgina og alltaf.
Ykkar Silla.emoticon
Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 97722
Samtals gestir: 19821
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 21:36:54