18.03.2009 13:29

Barnagæsla

emoticon
Jæja ..Nú sit ég hjá Lindu og passa Júlíú ..Hún er reyndar steinsofandi úti í vagni. Áðan var ég í Fúsa ehf og eldaði kjötsúpu. Svei mér þá mér ennþá heitt eftir að hafa staðið yfir pottunum. Svo kl.15.00 kemur Lilja og ég sæki hana upp í flugstöð. Svo mér leggst alltaf eitthvað til.

Í gærkvöld var ég á fundi í verkalýðsfélaginu. Það var langur fundur og margt rætt. Mikill urgur í fólki yfir því sem Hb. Grandi ákvað. Það er að greiða sér arð en launagreiðslum verkaólksins haði verið frestað og þetta er algjörlega siðlaust. Þeir fara verkalýðsforingjarnir á fund í dag með fulltrúum stórnmálalokkanna og fleirum. Þar verður rætt um framhaldið.

En ég hef svo sem ekki margt fleira að segja í bili. Þarf að laga þetta seinna í dag því það vantar í tölvuna hennar Lindu einn staf..Sést alveg hver hann er. Bæti við í kvöld.
Bestu kveðjur.
Silla.

Jæja klukkan orðin hálf fimm og búin að sækja Lilju Kristínu. Líka búin að bæta effinu í fyrri hlutann..Linda missti gos yfir tölvuna sína fyrir nokkrum vikum og það má þakka fyrir að þetta sé það eina sem er að. Litla ljósið hún Júlía svaf nú bara í þrjú korter. Sennilega eru tennurnar að angra hana en þær eru að þyrpast upp. emoticon


Tengdó lenti inn á spítala í gær og við héldum að hún ætti að vera tvo daga. En hún geystist út í morgun og þurfti svo að fara aftur kl. tvö. Auðvitað átti hún að vera lengur en hún gegnir ekki. Gunni þurfti því að sækja hana og fara með hana aftur. Ódrjúgur tíminn hans í dag.

En svona er nú þetta daglega líf og ekkert svo sem yfir að kvarta. Gunni er farin að sofa með vél vegna kæfisvefnsins. Það gengur þokkalega en kvefið hefur truflað.emoticon

Aftur kveðjur og knús úr Heiðarbæ.

Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 77
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 101056
Samtals gestir: 20424
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 16:31:12