24.03.2009 18:18

Hitt og þetta.


Góðan dag.

Nú er daginn farið að lengja. Orðið bjart fram til klukkan átta. Það hefur verið allavega veður. Ég hélt fyrir helgi að það væri komið sumar en svo kólnar og hlýnar til skiptist. Svo tók ég hjólið út og þá hafði vindurinn farið úr dekkinu yfir veturinn. Það er svo gott að hjóla hér í friðsældinni á Stafnesinu. Aðeins verra ef blæs mikið!

Ég var að breyta aðeins kjól fyrir Ástrósu. Hún er að fara á árshátíð Grunnskólans sem verður á fimmtudag. Vona að hún skemmti sér vel. Hún er nú í tíunda bekk. Síðasta árinu í skólanum í Sandgerði. Skrítið hvað sum barnabörnin eru orðin fullorðin! Svo stækka ört þau yngstu. Þarf að fara að kíkja á Róbert Óla en hef svolítið verið að passa Júlíu Lindu. Þau eru yngst af 13 barnabörnum.

Á morgun fer ég á ASÍ fund. Aukafund sem stendur örugglega til klukkan fimm. Hvað sem nú kemur út úr því. Það eru erfið þau málin núna.Vonandi fer þetta að lagast.

Nú eru Maddý og Gísli farin í húsið sitt í Jax í Flórida. Sennilega bara að koma þangað þessa stundina. Við sendum kveðjur yfir og til Dísu og co. Líka til David og Stacey.

En ég læt þetta duga í dag.
Bestu kveðjur til ykkar.
Silla.

Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 80
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 101112
Samtals gestir: 20440
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 03:00:10