29.03.2009 11:33

Veðrátta og fermingar.


Halló öll sömulemoticon .
Ég ætla að pikka niður nokkrar línur. Þetta sígilda efni veðrið er eitt. Maður veit aldrei hvort það er sól og blíða eða snjóhret þegar maður fer á fætur. Núna er flott veður í gær var snjómugga, síðan hlánaði og svo spáir frosti og roki...Úps.

En hvað um það. Nú eru fermingar víða og t.d í Reykjanesbæ. Vona að veðrið haldist gott þar til börnin komast í hús. Nú er Anita Ósk að fermast. Hún er dóttir Guðbjargar og stjúpdóttir Hilmars Braga. Við komumst ekki í ferminguna hennar en sendum henni og foreldrunum bestu kveðjur. Svo er nú ekkert of auðvelt að fá Gunna í veislur. Hann versnar með aldrinum!emoticon 

Fermingarnar hjá sr. Lilju okkar í Garði og Sandgerði verða ekki fyrr en eftir mánuð. En svo er ætlunin að bræðurnir Þorsteinn Grétar og Helgi Snær fermist í júlí. Annar ári seinna en venja er, hinn ári fyrr. Ágætt held ég því staðan er svo ólík þar sem þau búa í Danmörku. Þá er ekki verið að fylgja sérstökum árgöngum eins og oft er hér.

Nú er sunnudagur og Linda ætlar að koma með dæturnar og Flugu á eftir. Í gær kíkti ég á yngsta barnabarnið Róbert Óla. Sá stækkar. Hann rifnar út eins og maður segir. Það á að skíra hann næsta sunnudag 5.apríl. Sem sagt eftir viku. Alltaf nóg að hugsa um.emoticon

Ég sá í gær að Björk Ína og fjölskylda voru mætt í Glaumbæ. Flott hjá þeim að kíkja í sveitina. Einhverjir voru svo komnir á fjórhjólið og það var greinilega fjör á bæ.

En ég læt þetta duga að sinni.
Látið nú heyra frá ykkur þarna í Flórida!
Kveðjur til allra.
Ykkar Silla.


Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 96
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 101363
Samtals gestir: 20501
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 05:22:34