12.04.2009 20:39

Pínulítið Páskablogg.


Hæ öll sömul.

Hér er allt gott að frétta. Við vorum með matargesti í kvöld og það var fjör á bæ. Ömmurnar, mamma og Jóhanna, Jóhanna yngri með krakkana og Konný og Hannes með Róbert Óla. Aðrir voru út og suður um þessa páskahelgi. Konný og fjölskylda voru í Húsafelli en komu til að vera við skírn hjá Maríu vinkonu þeirra. Hinir stubbarnir þeirra urðu eftir í bústaðnum hjá ömmu sinni og afa. Linda er í Stykkishólmi með stórfjölskyldu Jóns og Sigfús og Erla í Skagafirði með Árna og Hörpu.

Svo er Eiríkur grasekkill í Lysabild með börnin. Vona að það gangi bærilega.

Það hefur verið annasamt hjá Lilju Kristínu. Held að það sé komið hlé núna smávegis en hún fór í Rvík til mömmu sinnar. Helgi fósturpabbi hennar er mikið veikur og er á líknardeild. Svo það er alltaf eitthvað að slást við. Vona að hún fái frí á morgun. En í hennar starfi er sumt ekki vitað fyrir.

Við höfum tekið því rólega en Gunni hefur samt verið að dútla í íbúðinni á Ásabrautinni. Hinir vinnumennirnir í Fúsa eru í fríi en svo byrjar törnin eftir páska.

Ég læt þetta bara duga. Hafið það gott og gleðilega Páska-rest.
Silla.


Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 58
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 97229
Samtals gestir: 19710
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:26:10