13.06.2009 13:58

Hundahótelið..The dogs Inn.

Hæ hæ.

Já það er fjör í Heiðarbæ. Ég er að passa Carlos Carmen og Pedró fyrir Svandísi og Brúnó fyrir Jóhönnu. Svo eru auðvitað Týra og Vikký. Sex geltandi smáhundar..Ykkur líst varla á það. En það er nú ekki þannig að þeir gelti látlaust. Þeir eru voða góðir greyin oftast. En nú er mannmargt í Stafneshverfi og þrír hundar með Glaumbæjarfólki. Það æsir ekki lítið upp hópinn. Þeir eru reyndar miklu stærri og gætu gleypt litlu vargana en eru hinir blíðustu og leyfa þeim bara að gelta.

En það er törn núna í Fúsa og ég var að elda fyrir þá í gær og dag. Þeir eru að sandblása tank í Helguvík fyrir Olíudreifingu. Mikið álag þar á bæ.

Það hefur haldið áfram sama blíðan og ég þorði ekki annað en taka fram slöngu til að vökva þessar fáu plöntur mínar. En það virðist eitthvað minni sól núna og hellirigndi í Keflavík áðan. Dettur svona niður hér og þar. Í gær sátum við Linda úti á palli með handavinnu. Ég var að rekja upp og minnka fyrir hana kjól.

Konný er í dag í Krepputorgi..Það er svona lítið kolaport eða þannig. Okkur datt í hug að setja upp svona í einni ónotuðu íbúðinni á Ásabrautinni. Allavega dót, föt og munir. En það var mikið kíkt fyrstu dagana tvo og svo lítið meir. Það er spurning hvað er hægt að vera mikið yfir þessu. Núna er aðeins opið 3-5 laugardaga og sunnudaga.

En ég læt þetta duga í bili.
Góðar stundir.

Flettingar í dag: 23
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 156
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 97781
Samtals gestir: 19827
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 01:47:31