24.10.2009 21:30

Perlan.


 Sæl öll kæru vinir mínir.

Ég hef svo sem eitt og annað að segja. Viðburðaríkir dagar að baki. David og Stacey fóru í dag og þessir tíu dagar liðu hratt. Þau voru í spes erindagjörðum sem ég segi kannski frá seinna. Þau gistu hjá okkur fyrstu dagana en síðan hjá Maddý og Gísla í Reykjavík og hér í Glaumbæ.


Toppurinn á þessu var Perlan..Ýmsir hafa horn í síðu Davíðs Oddssonar en þessi hugmynd og framkvæmd hans í sambandi við Perluna mun lifa. Hann lét hanna og byggja hana þegar hann var borgarstjóri. Við komum þar fyrst á 25 ára brúðkaupsafmæli okkar árið 1992.

Síðan erum við búin að koma fjórum sinnum þarna. Þrjú af þeim skiptum hafa verið með útlendingum sem virðast hafa mjög mikinn áhuga á Perlunni og öllu sem henni tengist. 

Ég hitti frænku mín hana Sigríði Björg dóttir Huldu frænku..Hulda er dóttir Jónu systi pabba..Það var óvænt og gaman..Kveðja frænka mín!!!

En allt gengur annars nokkuð vel..Fyrirtækið hefur vinnu ennþá..Alltaf fellur eitthvað til sem heldur þeim gangandi..Enn sem komið er..Sem betur fer!!

Fúsi og Erla eru úti. Þau eru í Húsi Maddý og Ölla í Flórida. Reyndar núna í Nashville hjá frænku Erlu. Gott fyrir Fúsa eftir allt streðið í sumar. Segir mamman ;o))

En allra bestu kveðjur til ykkar.
Silla.






Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 77
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 101040
Samtals gestir: 20420
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 13:18:27