10.11.2009 03:36

Nashville - Alabama.


Kæru vinir.
Nú er kellan í Amerikunni. Fórum til Orlando á þriðjudag fyrir tæpri viku. Þar sóttu Maddý og Gísli okkur og við höfum gist í Ölla herbergi í Epplagötu..Síðan fórum við til David og Stacey öll saman og þá kom áfallið. Á laugardagsmorgun klukkan sjö að okkar tíma hér hringdi Sigfús minn og sagði mér að mamma hefði kvatt okkur.
 
Auðvitað hefur hennar tími verið komin en hún var samt svo hress og síföndrandi og málandi fram á það síðasta. Ekki bara það, hún sendi mér kveðju á facebook (þar sem hún var eins og unga fólkið) eftir að ég fór út. Þetta er ekki óskastaða að vera erlendis við svona aðstæður. Við erum búin að flýta heimferð um tvo sólarhringa. Mamma hefði samþykkt það og ekki degi meir held ég:)

En við fórum í smá ferðalag vinirnir og skruppum til Nashville Tennessi eftir að vera í heimsókn hjá David og Stacey..Þar heimsóttum við Helgu frænku Erlu Jónu og það var mjög gaman. Síðan fórum við niður í miðbæ í Nashville og þar var margt að sjá. Kúrekar og aftur kúrekar!!

En nú erum við í smábæ í Alabama og höfum það notalegt. Klukkan hér er bara tíu að kvöldi og allir í fastsvefni heima..Sex tíma munur..En það er rosalega fallegt hérna og við höfum séð heilmikið nýtt.

En í bili læt ég þetta duga..
Hafið það sem allra best.
Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 82
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 96
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 101414
Samtals gestir: 20512
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 14:08:20