Færslur: 2007 Mars

05.03.2007 14:11

5. mars.


Í dag fimmta mars er afmælisdagur Magnúsar heitins Þórðarsonar.Hann setti mark sitt á uppgang íþróttaiðkunar í Sandgerði á síðustu öld.  Í minningu hans er þessi dagur í heiðri hafður og þennan dag hvaða vikudag sem hann ber upp á er valið Íþróttafólk ársins í Sandgerðisbæ. Góður siður. Hver skyldi hreppa titilinn í dag?
Svo eiga nú fleiri afmæli eins og hún Maddý sem er nú stödd úti á Flórida. Já líka hún Júlla..Ég sem hitti hana í búðinni áðan þá mundi ég ekki neitt . ..líklega aldurinn eða..Jæja það hefur fjölgað í Fúsa ehf og nóg að gera. Minna framkvæmt í Heiðarbæ ,bíður betri tíma.

Jæja nóg í bili

Kveðjur til ykkar.

02.03.2007 19:47

Nóg að gera..


Það er alveg makalaust hvað mér finnst alltaf nóg að gera hjá mér..

Samt er ég ekki í fastri vinnu ( útivinnandi heitir það). Og ég sem er hætt í bæjarstjórn og flestum nefndum.
Læt nægja að vera í stjórn VSFK. Það er mjög gott fólk þar og baráttuandi.   En mæting á almenna fundi félaga mætti vera betri.
Ég held að fólk hugsi ekki út í að það getur haft áhrif með því að mæta og segja sitt.  Kannski er fólk svona hrætt við að lenda í stjórn eða þurfa að taka eitthvað á sig.  Auðvitað hafa allir nóg með sig..  Annars fór dagurinn í þetta venjulega: Keyra tengdó í Keflavík og snattast með hana blessunina...Ekki veit ég hvernig hún kæmist af án mín..æ æ bara grínast.  Svo eldaði ég í hádeginu í karlana mína í Fúsa ehf.
Það er nú bara gaman.  Mamma er að ná sér af flensunni sem hefur hrjáð hana undanfarið og er öll að hressast.  Hún er ótrúleg kona að MÍNU áliti. Alltaf að reyna að sjá jákvæðar hliðar á lífinu.  Listamaður af Guðs náð og málar ,perlar, saumar og tileinkar sér allar nýungar.
Eina sem pirrar hana er heyrnarleysið.  Þrátt fyrir góð heyrnartæki er heyrnin slæm.  Og þá segir hún bara: Allt í lagi með mig ég hef góða sjón.  Já það er nóg að gera hjá mér og ég er þakklát fyrir að geta gefið af mér einhvern TÍMA.
Jæja nóg í bili..

Góða helgi elskurnar mínar.

01.03.2007 20:36

Veðurfarið.


Vinsælasta umræðuefni allra tíma er veðrið.
Sennilega oft þegar fólk veit ekki hvað það á að segja. Hm. Fínt veður í dag. Það er þó alltaf hægt að tala um veðrið. Nú spáir slyddu eða snjókomu en kannski fari þá að hlýna. En ég ætlaði í þessu sambandi að segja ykkur frá bekkjarbróðir mínum í Seattle honum Mumma. Hann sendi mér imail í dag (við skrifumst á gegnum netið) og sagðist ekki komast í vinnuna vegna snjókomu.
Í gær þegar hann var á leiðinni heim kom hann að fimmtíu bíla árekstri. Hann slapp sem betur fer.
En er ekki veðráttan eitthvað að breytast eða finnst manni það bara?
Með ósk um að vori snemma.

Kveðja til ykkar.
Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 77
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 101065
Samtals gestir: 20426
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 18:24:45