Færslur: 2008 Apríl

01.04.2008 11:20

1.apríl

 
Jæja góðir hálsar..Ég hef ekki komist inn á síðuna mína í nokkra daga fyrr en núna. Og fór bakdyramegin. En þeir hjá 123.is hafa verið að uppfæra síðuna og mér sýnist hún ætla að verða mun betri eins og t.d myndaalbúmin. Svo þá er að fara að setja inn einhverjar myndir. Ég hef látið duga oftast að benda bara á Bjössasíðu.

En hvað ég ætlaði oft að skrifa eitthvað um helgina en ..lok lok og læst. En ég er núna í Fúsa ehf að elda kjötsúpu. Þeir eru tveir að vinna í Reykjavík og tvö heima svo súpan verður líka í kvöld og kannski á morgun....

En við höfum verið dálítið úti við gamla settið og það er flott þó að það sé kalt í lofti. Ég er búin að laga heilmikið í garðahleðslunni en þetta er mikil vinna. Það er gott ef það kemur smátt og smátt. Sumir steinarnir eru svo þungir að ég ræð ekki við þá. Þeir hljóta að hafa verið hraustir fyrir hátt í 200 árum þegar þeir hlóðu þessa kletta. Kannski verið fleiri en einn og notað kúbein!

En Lilja Kristín og krakkarnir fóru heim á fimmtudag til Danmerkur..Jóhönnu strákar voru í heimsókn um helgina og svo eigum við von á vinahjónum okkar frá Atlanta á fimmtudagsmorgun. Nóg að snúast. Maddý ,Gísli, Ölli og Bjarkar flugu til Flórida í gær og fara bráðum að vakna líklega!!!

Og ég ætlaði að blogga um samtakamátt vörubílstjóra. Flott hjá þeim..allt í lagi að hægja aðeins á hraðlestinni. Eina sem er slæmt er ef það hindrar sjúkraflutninga. Þeir hljóta að hafa önnur úrræði í flutningi á sjúkum. En þessar gengdarlausu hækkanir eru hræðilegar og kominn tími til að Íslendingar standi saman!

Sigurður Jónsson tengill hér til hægri er oft að benda á misréttið í þjóðfélaginu. Endilega kíkið inn hjá honum. Hann er góður penni. Og ég ætlaði að segja miklu meira en læt þetta duga í bili.
Eigið góðar stundir.
Silla.
Flettingar í dag: 1152
Gestir í dag: 78
Flettingar í gær: 156
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 98910
Samtals gestir: 19900
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 10:20:08