29.11.2009 14:41

Fyrsti snjórinn.

Halló!!

Jæja þá er fyrsti snjórinn fallinn..Það er allt svo hreint og fallegt úti. Það er nánast logn og þetta er góða andlitið af snjónum..En þegar Kári er í ham finnum við fyrir hinum hlutanum. Ég ætla bara að vona að veturinn verði léttur..

Bjössi var hér og var að taka myndir í góða veðrinu.. Það er eins og venjulega ágætt fyrir ykkur að kíkja á síðuna hans. Hilmar Bragi og Guðbjörg komu hingað í gærkvöldi og höfðu með sér par sem nú á Snata sem fæddist hér í júlí 2007. Hann heitir núna Nemo og er ekkert smá flottur..Vel upp alinn og hirtur..Gott að vita af honum í góðum höndum.. Dýravinir skilja svona spjall.

Nú eru auglýsingarnar farnar að hellast yfir okkur..Jóla hvað? Það styttist í jólin en ansi er ég hrædd um að það sé víða þröngt í búi. En hamingjan og jólaandinn eru nú ekki keypt fyrir peninga. Svo..

Kæru vinir þennann fyrsta sunnudag í aðventu kveð ég í bili..Hafið það sem best hvar sem þið eruð á jarðarkringlunni.
Ykkar Silla.

Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191471
Samtals gestir: 37074
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 02:57:47