03.01.2010 15:16

Gleðilegt nýtt ár.


Sæl verið þið öllsömul.
Nú er nýtt ár gengið í garð. Vonandi gott fyrir okkur öll. GLEÐILEGT ÁR. TAKK FYRIR GÖMLU.

Við í Heiðarbæ erum búin að vera löt yfir hátíðarnar en nú tekur hið venjulega við. Reyndar erum við búin að vera nokkuð dugleg að fara í gönguferðir og síðustu dagar hafa verið einstaklega fallegir.

Það var rólegt hjá okkur á aðfangadagskvöld. við vorum bara þrjú hér. Sóttum tengdamömmu og hún var hér til 10 um kvöldið. Það var lengri tími í stopp heldur en í áraraðir. Á jóladag vorum við í mat hjá Fúsa. Þriðji í jólum var sunnudagur og þá komu dæturnar Jóhanna, Konný og Linda með sitt fólk.Mættu hér klukkan þrjú og svo var spilað við börnin. Bræðurnir Gunnar og Ágúst Sigfússynir mættu svo í matinn.. Arnar Smári sonur Konný datt beint á vörina og voru saumuð 5 spor. Þetta leit illa út og ekki var mikil matarlist í hópnum. En betur fór en á horfðist.

Á gamlaárskvöld vorum við fimm í mat. Jóhanna og Ástrós og Benni frændi voru hjá okkur. Hann er einn heima um þessar mundir en Ölli bróðir hans er í Flórida í húsinu sem hann og Maddý eiga saman. Við spiluðum og horfðum á skaupið og þetta var mjög notalegt. Skruppum svo til Fúsa og Erlu um miðnættið til að horfa með þeim og fleirum á flugeldana..

Svo eins og ég sagði, nú byrjar þetta daglega amstur. Vona að árið beri bjartari tíma með sér.

Hafið það sem best vinir, nær og fjær.
Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191471
Samtals gestir: 37074
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 02:57:47