12.08.2011 08:10

Beggó og Gunni
Góðan daginn..

Ævintýrið hélt áfram. Beggó tókst að töfra fram listaverk úr hugmynd Gunna.. Enda skrifaði hún á bakhlið þess "Þegar tvö séní eins og við Gunni, leggjum saman verður þetta útkoman. Beggó" Þetta verk með riddurum Gunna er glæsilegt. Ég set inn mynd af því við fyrsta tækifæri. 

Við buðum þeim heim og ég lagði fram það sem ég kann best að gera..Mat auðvitaðemoticon
Í forrétt var grafinn lax, hrefna og steiktur humar m/ ristuðu brauði..Skötuselur fylltur með höfðingjaosti var í aðalrétt. Gunni sagði að ég hefði toppað sjálfa mig..Það var mér nógemoticon ..Svo gátum við spjallað og hlegið fram á kvöld..Þau eru svo skemmtileg og heimsvön þau Beggó og Oddur. Yndisleg bara. Okkur finnst mjög gaman að hafa kynnst þeim. Svo sátum við úti á palli..Veðrið hefur leikið við okkur undanfarið. 

Gunni hafði sótt þau klukkan fjögur (bíllinn þeirra var í viðgerð)..Og svo höfðum við beðið Jóhönnu að skutla þeim heim..Hún gerði það með glöðu geði þó í gifsi væri..Hún er handleggsbrotin þessi elska. Henni fannst bíltúrinn ekki leiðinlegur emoticon..

En eins og ég sagði set ég fljótlega inn myndir...Þangað til, hafið það sem best.emoticon

Ykkar Silla. 


Flettingar í dag: 97
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 124
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 125033
Samtals gestir: 26682
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 22:23:55