22.08.2008 15:39
David farinn heim á leið.



19.08.2008 10:57
Gestkvæmt.




15.08.2008 11:01
Ný myndaalbúm!




12.08.2008 17:38
Norðanfólk í heimsókn.

Halló halló..
Ég ætla svona rétt að kíkja á bloggið og láta vita af mér. Það er sama blíðan. Og þannig er það bara í svona veðri að allt verður svo miklu skemmtilegra. Og sumarið er langt komið og hefur verið bara ljúft. Að vísu hefur kellan ekki farið miklið að heiman en þeim mun fleiri hafa verið hér hjá mér í Heiðarbænum.

Og í dag fékk ég fullt af góðum gestum. Norðanfólkið mitt eins og ég segi gjarnan um skyldmennin sem búa á norðurlandinu. Sigga Magga elsta dóttir Dúnu systir með alla fjölskylduna sem er auðvitað Styp hinn Hollenski og börnin fjögur. Þau voru nýkomin úr ferð til Danmerkur og Hollands. Þar (í Dk) voru þau að halda upp á tíu ára útskriftarafmæli úr kennaraháskóla (sem þau kynntust í)..
Og með henni var Solla systir hennar með Arndísi Dúnu og Lárus son Laufeyjar .. Auðvitað á öðrum bíl ..annars hefði þurft rútu

En þegar Sigga ætlaði að leggja af stað var bíllinn rafmagnslaus svo nærtækasta og besta ráðið var að fá Ölla frænda með startkaplana. Og auðvitað var gaman fyrir þau að hittast. En rúsínan í pylsuendanum (heimsókninni) hjá krökkunum var að fara í berjamó! Og þau þurftu ekki að fara langt því berin eru í meters fjarlægð frá húsinu! Og þvílíkt hvað það var gaman hjá þeim. Linda tók nokkrar myndir og ég ætla að biðja
hana að senda mér þær

Svo í dag voru hér í blíðunni á annann tug gesta.. En Gunni og David og allir í Fúsa ehf eru á fullu að vinna. Ég á ekki von á að þeir komi fyrr enn seint í kvöld eins og vanalega. En þetta er veðrið sem þarf að vera í þeirra atvinnu! En ég vona að mér takist að fá hann til að taka smáfrí í byrjun september!
En nóg að sinni.
Kveðja úr Heiðarbæ.
Silla.
06.08.2008 10:05
Afmælisbörn.



02.08.2008 21:51
Ferðahelgin mikla.





29.07.2008 15:09
Hjóla, hjóla!




26.07.2008 15:52
Að græða upp landið.






22.07.2008 10:56
Ferðalangar.
Sæl öll nær og fjær.
Jæja nú eru barnabörnin farin heim til Danmerkur. Þetta var góður tími og vonandi hafa þau haft gaman og gott af verunni hjá okkur á Íslandi. Þau voru samt ánægð að vera að fara heim til mömmu og pabba þó heyrst hafi raddir um að best væri að búa á Íslandinu góða.
Þegar Eiríkur hringdi til að láta vita að þau væru komin á danska grundu spurði hann hvar hjólastóllinn væri?.. Haaa.. Jú Helga sem er spastiskur í fótunum sínum var ekið út í hjólastól þegar þau komu til landsins. Við töldum víst að stóllinn væri úr flugstöðinni og skildum hann þar eftir. Og ekki sögðu krakkarnir neitt yfir því. Enda Helgi hinn duglegasti að hjálpa til..Góður og greindur strákur sem vildi alltaf vera að færa fyrir ömmu vatnið á blettinum í þurrkinum.
En ég hringdi áðan upp í tapað fundið í FLE og nú er verið að leita að hjólastólnum. En heimferðin gekk vel en líklega hefur hann verið orðin lúin á göngunum á Kastrup. Það var fleira sem gleymdist. Mikki mús hennar Sigurbjargar kúrði á stól í borðstofunni og lét ekkert fyrir sér fara.
En nú er búið að rigna vel í tvo sólarhringa. Gott fyrir grasið mitt og trén. Vona að þetta verði samt ekki langvinn vætutíð. Og þá er ég að hugsa um strákana mína sem vinna nú alla daga í Búrfelli. En sumt er víst hægt að gera í vætunni.
En rétt í þessu var verið að hringja úr Flugstöðinni og stóllinn bíður eftir mér þar.. Við Ástrós ætlum að fara og sækja gripinn!
Og nú eftir hádegi kemur Bjössi heim frá Tenerife ásamt stelpunum og Aron Darra.
Læt þetta duga í bili. Bestu kveðjur.
Silla.
17.07.2008 13:01
Sól, hiti, börn og dýr.
Halló,halló.
Nú er sól og sumar og varla bloggveður. Við fórum í sund í gær með krakkana við Jóhanna og þá voru 17 gráður og ekki stanslaus sól. Nú er BARA blíða og steik. Helgi, Garðar, Vilmundur, Sigurbjörg og Jóhann eru hér í dag. Systurnar Konný og Jóhanna skruppu í bæjarferð. Það var verið að borða pylsur eins og Íslendingar gera ..
Og svo eru það kálfarnir hjá Bjössa. Þeir tolla sko ekki í girðingunni og finnst grasið miklu betra og grænna hinu megin. Var að kíkja á þá áðan.. Strákarnir frá Nesmúr eru að pússa kjallarann, Voru áður búnir að fara fyrstu umferð..
En um helgina fara systkinin til pabba Lilju. Sennilega á morgun. Og ég ætla ekki að sitja lengi við tölvuna í dag. Bið að heilsa ykkur öllum. Kveðja úr sól og sumri í Stafneshverfi...... ..
13.07.2008 12:10
Væta.
Góðan dag.
Það er rigning í dag og í gær. Kærkomin væta fyrir gróðurinn og komið að hvíld hjá Búrfellsgenginu. Þeir hafa unnið stanslaust án þess að taka dags frí í þrjár vikur. Svo ég held að þeir njóti rigningarinnar. Það gengur samkvæmt áætlun og yfirmenn hjá Landsvirkjun ánægðir með það sem af er.
David er hjá okkur og þeir Gunni voru átta tíma í gær að vinna við einhverja hluti (úr virkjuninni) hjá Fúsa ehf í Sandgerði. Hluti sem verða svo fluttir fullmálaðir uppeftir. Einn meiddi sig hjá þeim í vikunni. Fékk yfir sig sand á fullum þrýstingi og það skárust í sundur fötin hjá honum og bakið fékk fyrir ferðina. Hann verður vonandi vinnufær eftir helgi. Hann er nú að jafna sig held ég.
Bjössi er á Kanarí með tveim dætrum og barnabarni. Hefur það vonandi gott. Við Aron erum að huga að hundum og nautum á meðan. Svo var heilmikið um að vera í vikunni í túnslætti. Sá sem fékk að slá hjá honum (Bjössa) kom með stórvirkar vélar og mannskap og nú er allt þurrt og fínt í böggum.
Lilla vinkona kom í fyrrakvöld og fór í gær. Við grilluðum og fengum okkur rauðvín með matnum og þá er ekki um að ræða að aka eitt eða neitt. Það var mikið spjallað og hlegið. Jóhanna kom í gærkvöld í afgangana og hún er að vinna alla helgina. Eftir það er hún að taka tvær vikur í sumarfrí. Komin tími á frí hjá henni. Hún vinnur mikla álagsvinnu.
Eiríks og Lilju börn eru í Reykjavík hjá mömmu hennar og Helga manninum hennar. Ég held að þau komi aftur í kvöld en ég þarf að hafa samband og athuga það. Þau verða líklega að einhverju leyti hjá Jóhönnu næstu daga. Vilmundur er að koma frá pabba sínum úr fríi í kvöld. Um næstu helgi fara þau í heimsókn til pabba Lilju og Bjarteyjar konu hans. Heim til Danmerkur fara þau á mánudag eftir rúma viku.
En ég læt þetta duga í bili...
Kveðjur til ykkar.
Silla.
09.07.2008 10:48
Sumartími.

Hæ öll..Það er nóg að gera á bæ núna. Börnin í heimsókn frá Dk. Þau eru búin að vera fimm nætur en sváfu eina nótt hjá Jóhönnu. Þau fóru í pottinn hjá Konný í gær nema Þorsteinn Grétar. Ég fer með þau eftir hádegi í Sandgerði til að þau geti heimsótt vini sína.
En í kvöld kemur David vinur okkar frá Atlanta. Hann ætlar að aðstoða Gunna eitthvað því þar á bæ (í vinnunni) er nóg um að vera. David er á lausu þessa stundina. En um helgina geri ég ráð fyrir að krakkarnir heimsæki ömmur og afa í Rvík. Eftir það verður Vilmundur kominn úr fríinu hjá pabba sínum. Þau Sigurbjörg eru góðir vinir svo það verða fagnaðarfundir.
En í þessari sumarblíðu sem hefur verið er ekki hægt að vera mikið í bloggi. Bara hreint ekki. Reyndar hefur oft verið skýjað eða þokubakkar framan af degi enn að öðru leiti frábært veðurfar.

Segi þetta gott.
Kveðjur til ykkar úr Heiðarbæ.
Silla
06.07.2008 17:25
Frænkurnar :)



Sætar frænkur. Þrjár af barnabörnunum tólf, þær Sigurbjörg með Júlíu Lindu og Hrafntinna:)
04.07.2008 18:30
Barnabörn.
Góða kvöldið.

Nú er ég að búa mig undir að krakkarnir frá Lysabild í Danmörku komi í heimsókn. Þau koma seint í kvöld. Sennilega á miðnætti. Þetta eru þau Þorsteinn Grétar, Helgi Snær og Sigurbjörg Eiríks og Liljubörn. Þau eru sennilega að mæta á Kastrup núna þegar ég er að pikka þetta. Þau verða hér til 21.júlí og mér er sagt að þau hlakki rosalega mikið til að koma.

Það er ekki neitt skrítið. Það er líka gaman að hitta vini og frændsystkin sem búa hér flest í Sandgerði. Jóhanna er fyrir norðan núna en Garðar Ingi, Ágúst Þór og Helgi Snær eru á svipuðum aldri. Þau systkin verða að vera róleg í sveitinni fyrst um sinn.
Svo munu þau fara einhverja helgina og heimsækja afana og ömmurnar í Reykjavík. Svo hjónakornin á Jótlandi munu hafa það náðugt. Eiríkur er búin í prófunum og gekk bara vel. Mér skilst að þau ætli að útbúa sér pall við húsið á meðan þau eru barnlaus.

En nú er allt á fullu hjá Fúsagengi í Búrfellsvirkjun. Ég ferjaði bíl með Gunna þangað í gær seinnipartinn.. Ótrúlegt hvað það getur verið lýjandi að keyra lengi. Svo fór Gunni aftur í dag uppeftir. Það er nóg starf að vera svona reddari eða hvað við getum kallað snúningana sem hann sinnir.
Ástrós Anna er að fara í útilegu með Björgunarsveitinni um helgina. Ég held að þau fari nú ekki nema að Djúpavatni sem er hér á skaganum. Hún nýtur sín vel í unglingastarfinu hjá þeim.... Og að mínu mati er það frábært áhugamál hjá henni.

Ég læt þessar hugleiðingar á meðan ég bíð eftir símtali frá DK (um að þau séu komin á völlinn) duga. Eigið góða helgi í blíðunni sem á að verða um allt land næstu daga. Og þið öll í USA, Dísa og co, Mummi, David ofl. Þið hafið oftast fárveður eða þannig..

Góðar stundir.
Silla.
02.07.2008 14:37
Merkilegt!
Halló öllsömul.
Það hefði einhvern tímann ekki verið fréttnæmt að það kæmi rigning.

En það spáir aftur blíðu um helgina. Og það um allt land. Jóhanna keyrði norður til Akureyrar í gær með tvo gutta með sér. Þar er að byrja fótboltamót. Garðar Ingi og Jenni vinur hans (sonur Inga Sumarliða) eru að fara í nokkurskonar fótboltaæfingabúðir og Jóhanna gistir hjá Lillý systir.
Ég var nú í símanum í gærkvöldi að fylgjast með því að þau kæmu heil á húfi norður... Erla Jóna og Ágúst voru líka á norðurleið og ég frétti af þeim í gegn um Jóhönnu. Þessar ömmur.

Ég var að elda handa strákunum í Fúsa í hádeginu. Þeir voru það margir heima en fara líklega upp í Búrfell í dag. Þar eru tveir að vinna núna. Vona bara að allt gangi vel hjá þeim. Þetta er nú svolítið glæfralegt að sjá þarna... En þeir eru með öll öryggistæki, líflínur ofl.
Læt þetta duga í dag. Líði ykkur sem best.
Silla í Heiðarbæ.