Færslur: 2007 September

28.09.2007 16:47

Hjá David og Stacy í Gainsville Georgiu.Halló elskurnar. Sérstakar kveðjur til mömmu. Pabbi hefði átt afmæli í dag 28. september. Hann var fæddur 1914. Við erum búin að vera í góðu yfirlæti í húsinu hjá þeim nýgiftu... Reyndar er David í vinnuferð núna og kemur eftir tvo tíma frá Oklahoma. Við erum búin að vera í sólinni milli þess að kíkja í búðirnar. Og svo erum við í heimabíóinu á kvöldin.

Við erum ekki í netsambandi í sjálfu húsinu en þau búa 8 mílur fyrir utan Gainsville í þvílíkri sveitasælu. Við erum reyndar búin að heimsækja þau tvisvar áður en nú er búið að innrétta kjallarann til viðbótar.

Þetta er mjög fínt og nýtt hús. Svalir og garðhúsgögn og alles svo við getum ekki haft það betra.. Það verður grillað í kvöld og á morgun ætlum við á einhvern þýskan stað þar sem er að byrja októberfest. Kannski lika i Biltmore house..

Já það var gaman hjá Elvis Solla og takk fyrir innlitið. Það var heldur langt að kíkja til þín í Sívætlu en bestu kveðjur til ykkar. Og aftur bestu kveðjur úr sólinnin í Georgíu.

Flakkararnir.

26.09.2007 03:42

Frá Graceland til Alabama...


Halló öll heima!!!! Nú erum við í Birmingham í Alabama og erum nærri því komin til Davids til Gainsville í Atlanta í Georgíu. Í dag höfum verið mjög dugleg og séð mikið. Við fórum í Gracelandið hans Presleys og það var mikil upplifun fyrir okkur. Svo fórum við niður í miðbæ og sáum að þar er sumt í niðurníðslu ..ekki gott .en það er verið að byggja samt í úthverfunum og þau eru fín..

Og nú erum við í Birmingham í Alabama fórum í gegn um Missisippi á leið til Georgiu. Þetta er búið vera þvílíkt frábært ferðalag og okkur gengur vel vinafólkinu að flakka saman. Við vorum að hugsa um það að við erum búin að vera að keyra frá Minneapolis til Kanada og aftur til Bandaríkjanna og erum komin hingað niður  til suðurríkjanna...

Og ég gleymdi að segja ykkur frá fararskjótanum okkar!!! Gísli og Maddý keyptu Ford Explorer af Jennifer og billinn beið eftir okkur á flugvellinum í Minneapolis..Ætlunin í fyrstu var að við ferjuðum hann niður til Florida en aðstæður breyttust og þau komu og við ákváðum að bæta Kanadaferðinni við..Sem betur fer og þvílíkt hvað við kynntumst góðu fólki í Kanada!!!

Bless elskurnar og farið nú commenta á okkur og segja okkur fréttir frá Íslandinu góða ..því það er gott að heyra  allt þó það sýnist ekki merkilegt..Í fjarlægð er það merkilegt...Fúsi, Eiríkur.Jóhanna,Konný og Linda...Guðjón,Stefanía,Björk,,Árni, Hermann og Ívar..og fjölskyldur..látið í ykkur heyra!!!!!Elskurnar....

Kveðja frá Alabama USA.... 

25.09.2007 00:59

Elvis Presleyborgin Memphis...


Nú erum við komin til Memphis í Tennessee. Ójá og nú ætlum við að heimsækja Gracelandið, gamla heimilið hans Presley á morgun. Núna er klukkan hér að verða átta að kvöldi og við búin að fá okkur að snarla. Við höfum verið sérlega heppin með veðrið hingað til. Bara kannski einum of heitt fyrir skuggasveina eins og Gunna.

Moskítóin eru skæð og láta suma ekki í friði en aðrir sleppa. Ég er örugglega ekki í uppáhaldsblóðflokknum hjá þeim. Bara fengið tvær stungur. En sumir eru vinsælli og það er búið að spreyja og bera á í gríð og erg. 

Það er mjög fallegt hér niðurfrá og Missisippíáin rennur hér hjá. Svo er víst nóg að skoða hér í bænum því allt minnir á rokkgoðið fræga. Í sumar voru nákvæmlega þrjátíu ár frá því hann féll frá og þessi bær lifir greinilega á hans miklu frægð. Og Dísa frænka í Flórida pantaði sko að við keyptum handa henni minjagrip því hann var hennar uppáhald...

Eftir morgundaginn eða seinnipartinn á morgun höldum við áfram ferðinni og setjum stefnuna á Gainsville Atlanta til Davids og Staycy. En annað spilum við af fingrum fram.....Svo er ætlunin að vera amk. síðustu vikuna í litla húsinu þeirra Maddý og Gísla í Jacks í Florida..Jæja verið nú dugleg að commenta..alltaf gaman að heyra frá ykkur á klakanum..  Hann er nú bestur!!!!

Kveðjur til allra frá flökkurunum..

 

23.09.2007 23:43

Suður fyrir Chicago..

.........
Halló öllsömul. Við fórum af stað frá Monte og Lynn um hádegi. Þau fóru með okkur og sýndu okkur þessa risaprentsmiðju þar sem hann er einhverskonar stjóri! Hefur skrifstofu og þannig. Þarna er unnið allann sólarhringinn allt árið um kring. Við Gunni sáum hana 1997 en síðan hefur hún stækkað. Hitinn hér núna er rosalegur. 92 gr. F. í dag og við erum með lafandi tungu eins og þið sjáið.ha ha.

Við höfðum það yndislegt hjá þeim ´fjölskyldunni okkar´ í Milwaukee. Og svo vorum við nestuð með pulsum og allskonar góðgæti og fullt af vatni sem er óspart drukkið. Við renndum framhjá Chicago og rúlluðum smá eftir hinum fræga vegi, road 66.... Núna erum við búin að koma okkur fyrir á hóteli í Bloomington sem er frekar stór bær eða eða borg. Við erum búin að fara í Walmart og fá okkur eitur til að drepa moskítóflugur!!!!! Og áburð á okkur. Annars er þetta ekki svo slæmt við erum að eyða þessu af okkur.

Gott að heyra að allt gengur vel heima. Og Týra hefur fengið hluta af afkvæmunum til að æfa sig á..Fínt...Já takk fyrir kveðjuna og pössunina Bjössi og það eru bestu kveðjur til Ölla og Benna frá okkur flökkurunum. Fer að hætta þessu í bili. Hafið það gott í norðanáttinni gæskurnar..En það væri stundum gott að fá smá norðanvind hér en bara smá!!!

Bestu kveðjur.... Flakkararnir...

Ps. Svona til að láta ykkur vita þá opnum við á kvöldin 245.is..Víkurfréttir og mbl.is og vitum hvað er að gerast heima....


21.09.2007 21:55

Flakkarar í Wisconsin...Jæja, hvað segið þið nú í fréttum? Við erum í góðu yfirlæti hér í Hartland í Milwaukee. Við fórum áðan niður í miðbæ í skoðunarferð. Þetta var alveg ljómandi dagur og hitinn alveg að yfirkeyra okkur!! Segi nú svona yfir 30 gr celsíus. Við fórum niður að vatni (Michigan) og þar er nú eins og á sólarströnd. Verið að byggja sandkastala og sleikja sólina.

Við erum búin að fá fullt af sms og áskoranir um að halda áfram að skrifa svona smá dagbók. Það er líka gaman að heyra frá ykkur og endilega haldið því áfram og segið okkur fréttir!! Ég frétti að hvolparnir tveir væru að fara í pössun til Bjössa og það er gott að eiga einhvern að þegar unnin er helgarvinna.(Jóhanna).

Thomas litli á afmæli í dag og við erum búin að færa honum pakka og kossa frá öllum heima. Þau krakkarnir eru svo nýbúin að vera á Íslandi að þetta er allt í fersku minni hjá þeim. Brúðkaupið var jú síðast í maí. Og það verður smá afmæli í kvöld. Svo á Jenn afmæli á morgun og við létum ekki vanta pakka og þakkir til hennar því hún var ekkert smá dugleg við brúðkaupsundirbúningin hennar Lindu!!!

Spurning til Björk Ínu.. Hvert er Inga Steina að flytja????? Til hvaða bónda?? Við mamma þín erum svooooo forvitnar að vita það..

Jæja nú er best að hætta í bili hér í hitanum og moskitóbitinu! Óóó....Það kræktu nokkrar í okkur. Góða nótt og hafið það sem best.
Flakkararnir í henni Ameríku.

20.09.2007 01:07

Milli Minneapolis og Milwaukee!!!Jæja þá nú erum við búin að loka Kanadahringnum sem við köllum og nú liggur leiðin niður eða suður USA. Við byrjum á því að fara á morgun til vinafólks fjölskyldunnar sem býr í Milwaukee, Wisconsin. Þar eru að bíða eftir okkur hin fjölskyldan okkar eins og við segjum oft. Fólkið hans Davids Rose. Eins og þið flest vitið gifti David sig í Hvalsneskirkju 26.mai s.l. 

David er fæddur í Iowa en gekk í háskóla í Milwaukee og þar búa tveir bræður hans með fjölskyldum sínum og tvær systur. Mamma þeirra er þar oft þó hún sé búsett í Ossian í Iowa ásamt syni sýnum Kevin. Peter og fjölskylda búa svo í Wasington DC.

Við gistum í gær í Buffaloborginni Jamestown í N. Dakota. Keyrðum í dag í gegn um Minnisota. Og í dag höfum við bara tekið það frekar rólega. Við fórum í Target hér í Eau Claire til að skoða eins og vera ber. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt.

Við villumst stundum í hverfunum hérna en bara brosa í umferðinni!! Ekki satt? Þeir segja hér að mollið sé bara just coppul of miles í burtu. Já já...

 Karlarnir okkar segja að við höfum fyllt bílinn af dóti..úr Target ..en viti menn bíllinn var fullur af viský og bjór þegar við komum í hann og dótið komst varla fyrir. Nú er bara talað um TRAILER. Bara djók!!! Það er tuttugu stiga hiti núna og bara æði.Kannski förum við í sólbað í fyrramálið eftir morgunverðinn. Reyndar er heldur kaldara á morgnanna.


Verið áfram svona dugleg að láta heyra í ykkur og segja okkur fréttir að heiman..
Byðjum að heilsa öllum. Silla, Maddý, Gunni og Gísli.----Flakkararnir svonefndu!!!

P.s kærar kveðjur til mömmu og tengdaforeldra, treystum mömmu til að koma því til skila. Þið vitið kannski að mamma mín er tölvuvædd.!.frábær kona!

18.09.2007 03:15

Á ferð í átt að Usa..


Halló, bara smá núna. Nú erum við í Regina ekki langt frá landamærunum til N. Dakota.
Ferðin gengur alveg sérstaklega vel allavega enn sem komið er. Við skemmtum okkur vel stoppum oft og sjáum margt sem við erum hissa á.

T.d áðan langaði okkur í piparsteik..Ójá allt í lagi fullt af grænmeti fyrst og við hin ánægðustu. En svo kom steikin. La la. Ég myndi segja að þetta hafi verið kubbasteik í súrsætri sósu. Við fengum að skoða matseðilinn aftur og þá stóð skýrum stöfum cubed peppersteik. Ekki það sem við ætluðum að fá. En best að lesa betur næst. Við vorum sko hissa.

En annars er allt gott að frétta. Við fórum frá Edmonton í morgun eftir velheppnaða heimsókn þangað. Sungum okkur hás í gærkvöld og það var mikið fjör. Nú dólum við okkur í rólegheitunum og verðum allavega komin yfir landamærin um hádegi held ég. Okkur finnst gaman að heyra frá mönnum og dýrum heima. Svo ef þið lesið þá er flott að commenta.

Hafið það svo öll sem best og ferðakveðjur frá Sillu Gunna Maddý og Gísla.

17.09.2007 00:48

Í Stony Plan.


Halló. Nú erum við í Edmonton eða reyndar í úthverfi sem heitir Stony Plan. Mjög skemmtilegur staður og við erum hér í besta yfirlæti. Nú er verið að grilla og alles svo ég notaði tímann og settist smá með tölvuna. Ekki ætlaði ég að blogga svona oft en það er allstaðar netsamband svo það er þægilegt. Klukkan hér er rúmlega hálf sjö og flestir sofnaðir heima.

En ég næ ekki að senda póst sem gerir ekkert til. Þið bara kíkið annaðslagið á mig og commentið. Það er flott, fæ fréttir af Týru og Vikký meira að segja. Vona að mannfólkið hafi það jafn gott. Hér var 20 stiga hiti í dag. Svona eins og best í sumar. Ég átti ekki von á svona hita hér því við erum jú norðarlega. Á morgun ekkert eldsnemma förum við svo að fikra okkur suður á við til USA. Komum sennilega niður í N. Dakota og svo áfram áleiðis til Milwaukee. Reiknum með að það flakk taki 3-4 daga.

En aftur að Stony Plan. Hér er frændfólk Gísla líka og ein frænkan talar íslensku..fædd hér. Hjónin sem við gistum hjá núna í tvær nætur heita Charlene og Barrý og eru aðeins yngri en við. Stórfín og elskuleg. Charlene hefur alla ættina á hreinu og hefur sett upp frábær albúm. Svo við erum komin á kaf í ættfræði milli þess að við sitjum úti á palli í sólinni. Þau eiga hús á þrem hæðum og allt til alls.

Nú held ég að maturinn sé að verða tilbúinn ..ekki fær maður að hjálpa..og ekki láta bíða eftir mér svo ég fer að hætta þessu í bili. Vona að allir heima hafi það sem best. Góðar stundir.

Kveðja frá Sillu og hinum flökkurunum.

15.09.2007 05:51

Foam Lake.


Hæ allir heima! Ég má til að láta vita af okkur. Við erum nú stödd í Foam Lake sem var ein stærsta Íslendingabyggðin hér í Kanada. Mikið af frændfólki Gísla býr hér og við gistum núna hjá Terry og Noreen sem eru stórbændur hér. Þau heita Markússon family .Við erum búin að fara um nágrennið með þeim og meira að segja vera í stærsta vinnutæki sem ég hef séð. Splunkunýrri þreskivél. Og í kvöld var kallað til fólk til að hitta okkur. Elsta var 93 ára og talaði íslensku bara nokkuð vel. Þetta fólk virðist mjög hrifið af að fá ættingja frá gamla landinu í heimsókn.

Í gær komum við aðeins við hjá fullorðnum hjónum í Church Bridge (Kirkjubrú). Húsbóndinn Pétur og Gísli eru þremenningar. Konan hans heitir Rúna. Þau töluðu bæði Íslensku eins góða og hún getur verið en hvorugt er fætt á Íslandi. Í þeim bæ voru líka margir landar sem settust þar að og kirkjan í þorpinu var byggð af Íslendingum. Já þau liggja víða sporin og þetta er hrein upplifun fyrir okkur. Mér finnst mikið rólegra yfir Kanadamönnum en nágrönnum þeirra í Bandaríkjunum. Minna stress.

Á morgun förum við til Edmonton sem er dálítið mikið vestar og tekur 7-9  tíma að keyra þangað. Þar bíða Charlene og Barrý eftir okkur. Það verður örugglega gaman að hitta þau. En hér á bóndabýlinu í Foam Lake er háannatími í uppskerunni svo við viljum ekki stoppa of lengi. Þau leggja dag við nótt núna því það er gott veður en hafði verið rigning um tíma. Þau hafa borið okkur á höndum eins og við værum kóngafólk!!

Jæja ætli sé ekki best að fara að sofa. Sum ykkar eru að vakna heima þvi við erum alltaf að fara yfir tímabeltin og nú munar sex tímum. Hér er klukkan 12 á miðnætti og sumir farnir að hrjóta við hliðina á mér..ha ha. Vona að þið hafið það öll gott og gaman að fá álitin (commentin) á síðuna núna. Veit ekki hvenær ég læt vita af mér næst. Svo þangað til hafið það sem best.

Silla og hinir flakkararnir.
 

13.09.2007 03:29

Í Gimli.Halló elskurnar. Nú er ég stödd í Gimli í Kanada. Það er dulítið spes. Hér eru spor Íslendinganna sem flúðu volæðið á Íslandi í lok nítjándu aldar.
 
Við fórum út í Heklueyju í dag og það var frábært. Árnes,Keflavík,Sunnuhvoll,Árborg, Árnes,Selkirkja, Brekka og Brú eru smá sýnishorn sem við sáum. Og við vorum á barnum á hótelinu áðan og 2 af 3 voru Íslenskrar ættar.

Og nú erum  við að fara í háttinn kl.10.30. Ætlum að fara í útsýnisferð hér
með eldri konu..frænku.. í fyrramálið og síðan höldum við áfram að skoða Kanada. Ætlum okkur viku í ferð um svæðið..Stórt!! Gísli á mikið af ættingjum hér og þeir verða heimsóttir.

Þetta er svona bara til að láta vita að við höfum það gott. Reyndar er Gísli með flensu sem við ætlum að fæla burt úr honum fyrr en seinna. Vona að þið hafið það öll sem best og við biðjum öll að heilsa.
Kv. Silla.

 

11.09.2007 06:49

Ameríkuævintýri!!!


Halló allir heima. Þvílíkt hvað hefur gengið á hjá okkur. Þegar við komum upp í Leifstöð og búin að bóka okkur inn þá var fluginu okkar bara aflýst. Ekki gaman. Við höfðum af að fá miða til Baltimore og síðan greiddi Icelandair fyrir flugmiða til Minneapolis sem varð að vera með millilendingu. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég fer ekki einu sinni inn í fríhöfn á leið út. Ha ha. Engin tími.

En við fengum þetta fína herbergi á Hilton hóteli í Baltimore og gerðum bara gott úr þessu. Rúsínan var að við vorum á Saga Class í fluginu og þar var stjanað við okkur. Þær voru yndislegar. En núna loksins vorum við að koma á hótelið hér í Minneapolis og klukkan er að verða tvö að nóttu eða sjö hjá ykkur heima. Seinkun um 30 klukkutíma... En ég á eftir að segja ykkur frá þessu öllu miklu betur seinna og það hefur verið mikið hlegið..Er annað hægt að gera.

Vildi bara láta vita af okkur og kveðja frá Gunna Maddý og Gísla.
Hafið það sem best.
Silla.

P.s Við erum búin að sofa vel eftir flugferð á flugferð ofan. Vona að það verði ekki margir flugmenn veikir heima. þá stoppast allt. Vona að Týra og litlu greyin séu í góðum málum og ekki óþekk.
Kv.Silla.  Skrifað kl.9  að morgni 11.sept ..

08.09.2007 23:23

Já í Hvalsneskirkju!!..sögðu þau Linda og Jón þegar s.r. Björn spurði þau hvort þau vildu lifa saman í blíðu og stríðu. Og allar óskir okkar eru á þann veg að þau megi lifa í sátt og samlyndi um ókomin ár.
O.k.. yngsta barnið okkar er gift og hvað merkir það? Erum við kannski komin til ára okkar? Já án vafa en samt er það svo að okkur finnst við bara á nokkuð góðum aldri. Held líka að aldur sé afstætt hugtak. Þú ert eins og þú vilt vera ef heilsa og annað leyfir.

Og veislan þeirra Lindu og Jóns var ekkert smá flott. Örn Garðars sá um hana og gerði með sóma. Flottur matur svo ekki sé meira sagt. Og mamma gamla kom ekki nálægt sem betur fer.

Og við yfirgáfum samkvæmið eftir nokkra dansa og erum komin heim í Heiðarbæinn. Og í fyrramálið fer Gunni með systkinin upp í flugstöð kl.átta svo best er að fara í háttinn. Svo förum við með Maddý og Gísla kl. tvö eftir hádegi og fljúgum til Minneapolis.

Ég verð örugglega ekki í svona bloggskrifum á næstunni en læt vita af mér af og til. Hafið það gott öll sem hafið nennt að skoða síðuna mína. Ég kem aftur..Þið eruð ekki laus við mig..Ónei,það vona ég ekki.
Kveðja Silla í Heiðarbæ.

07.09.2007 21:28

Á morgun!!


Já brúðkaup Lindu og Jóns er á morgun. Vona að þau verði ekki rennblaut því það spáir rigningu seinnipartinn. Annars var ég að heyra þá speki að rigning á brúðkaupsdegi þýddi frjósemi. Það líst mér bara vel á.

En David og Jennifer komu í fyrrakvöld á miðnætti. Og það var mikið spjallað og ekki snemma farið að sofa. En í gærkvöld komu Maddý og Gísli og við vorum sex hér í kvöldmatnum. Fiskur nýr og fínn í ofninum í Heiðarbæ. Og Maddý og Gísli fóru um tíu  en svo kom Eiríkur frá Danmörku um tólf og þá var auðvitað haldið áfram að spjalla. Síðustu fóru kl. þrjú en þá var mín gamla búin að fá nóg og farin upp í rúm.

En nú er stóri dagurinn framundan og best er að allir fari fyrr í háttinn. David og Jenn voru hér í mat í kvöld (sem þau komu með sjálf). Við erum báðar í tölvunum en Gunni og David eru í sjónvarpsmálum. Jóhanna kemur eftir smástund og Eiríkur en þau munu stoppa stutt við. Þau þurfa að fara heim til voffanna!! Reyndar er hún að koma úr vinnu. Þvílíkt vinnuálag þarna í Bónus.

Nú er talið í tímum þar til ferðin hefst. Við megum bara ekki vera að þvi að hugsa um hana fyrir hinu ævintýrinu. Vona að allir hafi það fínt. Góða nótt.

05.09.2007 19:55

Undirbúningur.Nú er allt á fullu í sambandi við bryllupið!!! Æfing í kirkjunni í kvöld og Gunni fer að sjálfsögðu. Hann er nú í góðri æfingu í að leiða brúðir inn kirkjugólfið. En samt er auðvitað farið yfir málin. Og svo þarf að sækja fötin í hreinsun og muna eftir smáatriðunum. Hrafntinna er búin að vera með hita í tvo daga en er að lagast. Líklega jaxlarnir að koma sér upp. Hún hristir þetta af sér áður en foreldrarnir ganga í það heilaga.

Rokið er gengið yfir í bili en spáin er svona og svona. Vona bara að það verði ekki rok og rigning á laugardag. Í kvöld um miðnætti förum við upp í flugstöð að sækja David og Jenn. Skemmtilegt að fá þau svona fljótt aftur. Þau eru á óvenjulegum flugtíma miðað við Amerikuflug. Einhver tilraun hjá Iclandair með hádegisflug út. Þau koma frá Boston.

Nú er ég farin að finna til töskur því áður en við vitum af verður kominn 9.sept. La la..Hrafnhildur sótti Grímu áðan og þá eru bara Tinna Eiríks voffi og Vikký eftir.Svo það hefur heldur betur fækkað í hundabæ. Mér heyrist bara ganga vel hjá þeim sem eru farnir. Auðvitað alltaf smáskælur í byrjun sem ganga yfir.

Og þetta læt ég duga í bili. Hafið það sem best. 

03.09.2007 21:43

Rok.Það er hávaðarok í Stafneshverfinu þessa stundina. Dótið mitt á pallinum var farið að fjúka og ég dreif mig út til að bjarga því. Reyndar er ekki hundi út sigandi. Týra vildi endilega kíkja en var fljót inn aftur. Svo fylgja þessu þvílíkar skúrir á milli. Vona að veðrið verði skárra á morgun að ég tali ekki um laugardaginn. En það má víst búast við allavega veðri á þessum tíma.

Ég fór með Tátu litlu í Reykjavík á nýja heimilið. Þar verður sko örugglega hugsað vel um hana. Meira segja búið að finna vekjaraklukku (tikk takk eins og hjartsláttur) og hitapoka til að gera henni lífið létt. En hún skældi svolítið á leiðinni inneftir en ég veit að hún hætti því fljótt. Brúnó tekur Jóhönnu traustataki og Snati fylgir Guðbjörgu hvert fótmál. Svo nú eru þær þrjár eftir hér í Heiðarbænum smátíma í viðbót.

Ég var á fundi áðan í Verkalýðsfélaginu. Það eru einu fundirnir sem ég fer á núna. Þetta er mikil breyting frá því að ég var í bæjarstjórninni. Því fylgir bæði léttir og pínulítil eftirsjá. En mér finnst gott að vinna með stjórninni í V.S.F.K. Það er mikill áhugi á að reyna að bæta kjör og aðstöðu en það eru nú ansi fáir sem mæta á félagsfundi (þetta var reyndar stjórnarfundur). Það mætti lagast því þar getur fólk komið á framfæri málum sem þvi finnst fara miður ofl.

Nú eru fjórir dagar í giftingu hjá Lindu og Jóni og nóg að snúast hjá þeim og fleirum. David og Jennifer systir hans koma á miðvikudagskvöldið. Eiríkur mætir á fimmtudag frá Danaveldi. Dúna kemur að norðan á föstudag. Svo þetta fer að smella allt saman.
Segi þetta gott í bili...góðar stundir.

Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 124468
Samtals gestir: 26578
Tölur uppfærðar: 21.7.2024 05:19:37