Færslur: 2008 Apríl
30.04.2008 21:59
Samræmd próf.



28.04.2008 21:16
Captivan mín.




26.04.2008 16:13
Blogg....



24.04.2008 14:45
Fyrsti dagur sumars.



22.04.2008 14:36
Curves.

Ég var að koma úr leikfimi.. Einhvern tíman í fyrra heyrði ég fyrst um þessa líkamsrækt. Nafnið á henni er Curves og er út um allann heim. Ég er búin að fara þrisvar og líst bara vel á þetta. Góð blanda af góðri æfingu. Ég hætti í sjúkraþjálfun og get alveg tekið þátt í svona. Það góða við þetta að það er hægt að fara á öllum tímum.
En ég kokkaði fyrir okkur þrjú í hádeginu og hinir eru í Örfirisey. Gunni og Erla eru að taka allt í gegn og henda drasli sem aldrei verður notað. Þau eru góð í því saman enda bæði í meyjarmerkinu. Erla er sko duglega að finna hverju má henda.
En í gær fór ég með tengdamömmu til nuddara í Grindavík. Hún er svo slæm í bakinu núna. Ekki gaman að gera við því. Hún er örugglega með beinþynningu. Meðan hún var í nuddi fór ég í heimsókn til Svenna og Ingu í kaffi. Það var gaman. Þau eru alltaf svo hress hjónin. Margt spjallað þar m.a um gömlu dagana. Svenni var besti vinur tengdapabba og var margt að rifja upp frá liðinni tíð.
Og það er nóg að gera hjá Maddý og co í Epplastræti í Jacks í Flórida. Þau eru að smíða

En það styttist í að ég fari að vinna í samræmdu prófunum. Þau byrja eftir viku. Það verður gaman að koma aðeins inn í skólasamfélagið eins og síðustu ár. Það er mjög fróðlegt að taka þátt í því að hluta.
Þar til næst.... Látið ykkur líða vel.
Bestu kveðjur úr Heiðarbæ.
Silla.
19.04.2008 17:20
Litlu lömbin.



17.04.2008 12:55
Vorvindar.


14.04.2008 20:34
Farfuglarnir.


12.04.2008 17:30
Borið á Heiðarbæinn.


10.04.2008 20:25
Óperan og lífið.



08.04.2008 20:01
Frábært fólk!


07.04.2008 17:56
Leitin að Brúnó
En það eru svo margir að hjálpa til við leitina. Hjónin sem reka Sandgerðissíðuna 245.is hvöttu alla til að fara í göngutúr í gær og voru sjálf að fara að leita. Guðbjörg hans Hilmars benti mér á Heilbrigðiseftirlitið í sambandi við að lokka hann inn í búr sem þeir ættu. Ég talaði við Magnús í eftirlitinu og svo hringdi Stefán eftirlitsmaður í mig áðan og ætlar að hitta okkur við flugstöðina með búrið í kvöld. Það þarf að vakta það á um það bil klukkustundarfresti svo við skiptumst þá á við það. Dýr mega ekki vera ein í því lengi sagði Magnús.
En við vonum að við förum að ná honum. Hann virðist hafa orðið rosalega hvekktur og hræddur og hleypur burtu frá öllum sem hafa rekist á hann. Það er vitað um fjóra aðila sem hafa séð hann. Svo það er líklegt að hann haldi lífi svo framarlega sem hann verður ekki fyrir einhverju farartæki.
En bestu þakkir öll sem hafið verið að hjálpa til. Sumir hafa sett á síðurnar sínar t.d. á Barnalandi. Kærar þakkir. Hvernig sem þetta fer erum við búin að finna hvað fólk er gott. Ekki síst fólk sem á sjálft dýr og þekkir tilfinninguna að finna ekki vininn sinn.

Kveðjur úr Heiðarbæ.
Silla.
05.04.2008 13:17
Með sólskinið með sér.

Hæ hæ. Nú eru David og Stacey hjá okkur og þau komu með sól með sér frá Atlanta, held ég! En hitastigið er lægra hér munar svona tuttugu gráðum. Hér er eins stigs hiti í dag. En við vonum að hlýni með vorinu. Og erum alsæl með þetta eins og er.
Það er búið að vera gestkvæmt hjá okkur undanfarna daga. Allir vilja hitta gestina og þetta hefur verið góður tími. Ég held að þau fari í Bláa lónið í dag. Þeim finnst það tilheyra að kíkja þangað. Ég hélt að þau yrðu viku en þau fara á mánudag heim.
En Brúnó er týndur!

En við ætlum að nota veðrið og fara aðeins í útivinnuna. Það þarf bara að fara í úlpu þá er þetta fyrirtaks veður til að gera eitthvað útivið. Við heyrðum aðeins í Maddý og co í gærkvöldi en þau eru í hitanum í Jacksonville. Árni og Dagur Númi kíktu aðeins við áðan. Voru að bíða eftir Benna sem skrapp aðeins frá.
En segi þetta gott í bili. Eigið góða helgi.
Ykkar Silla í Heiðarbæ.
02.04.2008 14:05
Ólík sýn.
Góðan daginn gott fólk. Nú er ég að undirbúa komu David og Stacey sem koma eldsnemma í fyrramálið. Þau fljúga frá Atlanta í gegn um Boston til Sandgerðisflugvallar ..Og það verður gaman að fá þau í heimsókn. Þau stoppa í rúma viku. Þau eru mjög hrifin af öllu hér og dásama brimið og útsýnið. Þau giftu sig líka hér í Hvalsneskirkju og það sýnir hug þeirra til Íslands.
En talandi um útsýni! Ég hitti á síðastliðnum sólarhring m.a tvær konur sem ég þekki. Önnur gaf sig á tal við mig í gær og átti ekki orð til að lýsa húsinu mínu og umhverfinu og ætlar að kíkja við næsta tækifæri. Hina hitti ég í morgun. Hún spurði hvernig mér líkaði ÞARNA suðurfrá. Ég svaraði reyndar eins og er að þetta væri frábært enda valið okkar að setjast hér að eftir hafa langað til þess lengi. Og er eitthvað að sjá spurði hún?! Hún svaraði reyndar að bragði sjálf og sagði.. jú sjórinn!
Þetta er dæmigert fyrir ólík sjónarmið. Enda ekki gott ef allir væru steyptir í sama mót og hugsuðu eins. En svolítið skrítið finnnst mér,eða hvað?? Konan sem ég hitti í morgun er uppalin í hverfinu hérna! Mér finnst stundum að fólk kunni ekki að meta íslenska náttúru nema að þar sé trjágróður eða fjöll niður í fjöru eða þannig. En landið okkar er einmitt líka fallegt af því það er svo fjölbreytt.
Og útsýnið mitt er yndislegt að mínu mati! Og breytilegt eftir veðri. Ég sé Eldey, Hafnir og Reykjanesið til suðurs og yfir að Hvalsneshverfi og inn til Sandgerðis í norður. Og fjöllin frá Snæfellsjökli að Þorbirni við Grindavík. Á þessu svæði hér sé ég fjóra vita, Reykjanesvita, Stafnesvita, Sandgerðisvita og Garðskagavita.
En þetta var svona innskot um umhverfi mitt sem er að sumu leyti urð(sem er að gróa upp) og grjót en þó ekki mikið upp í mót!! Og meira að segja steinarnir eru flottir. Sérstaklega í grjóthleðslunum þar sem þeir eru mosavaxnir. Og líka í heiðinni!
En ekki meira slór í bili. Hafið það sem allra best.
Ykkar Silla.
- 1
- 2