Færslur: 2009 Mars
29.03.2009 11:33
Veðrátta og fermingar.


24.03.2009 18:18
Hitt og þetta.
Góðan dag.
Nú er daginn farið að lengja. Orðið bjart fram til klukkan átta. Það hefur verið allavega veður. Ég hélt fyrir helgi að það væri komið sumar en svo kólnar og hlýnar til skiptist. Svo tók ég hjólið út og þá hafði vindurinn farið úr dekkinu yfir veturinn. Það er svo gott að hjóla hér í friðsældinni á Stafnesinu. Aðeins verra ef blæs mikið!
Ég var að breyta aðeins kjól fyrir Ástrósu. Hún er að fara á árshátíð Grunnskólans sem verður á fimmtudag. Vona að hún skemmti sér vel. Hún er nú í tíunda bekk. Síðasta árinu í skólanum í Sandgerði. Skrítið hvað sum barnabörnin eru orðin fullorðin! Svo stækka ört þau yngstu. Þarf að fara að kíkja á Róbert Óla en hef svolítið verið að passa Júlíu Lindu. Þau eru yngst af 13 barnabörnum.
Á morgun fer ég á ASÍ fund. Aukafund sem stendur örugglega til klukkan fimm. Hvað sem nú kemur út úr því. Það eru erfið þau málin núna.Vonandi fer þetta að lagast.
Nú eru Maddý og Gísli farin í húsið sitt í Jax í Flórida. Sennilega bara að koma þangað þessa stundina. Við sendum kveðjur yfir og til Dísu og co. Líka til David og Stacey.
En ég læt þetta duga í dag.
Bestu kveðjur til ykkar.
Silla.
18.03.2009 13:29
Barnagæsla

Jæja ..Nú sit ég hjá Lindu og passa Júlíú ..Hún er reyndar steinsofandi úti í vagni. Áðan var ég í Fúsa ehf og eldaði kjötsúpu. Svei mér þá mér ennþá heitt eftir að hafa staðið yfir pottunum. Svo kl.15.00 kemur Lilja og ég sæki hana upp í flugstöð. Svo mér leggst alltaf eitthvað til.
Í gærkvöld var ég á fundi í verkalýðsfélaginu. Það var langur fundur og margt rætt. Mikill urgur í fólki yfir því sem Hb. Grandi ákvað. Það er að greiða sér arð en launagreiðslum verkaólksins haði verið frestað og þetta er algjörlega siðlaust. Þeir fara verkalýðsforingjarnir á fund í dag með fulltrúum stórnmálalokkanna og fleirum. Þar verður rætt um framhaldið.
En ég hef svo sem ekki margt fleira að segja í bili. Þarf að laga þetta seinna í dag því það vantar í tölvuna hennar Lindu einn staf..Sést alveg hver hann er. Bæti við í kvöld.
Bestu kveðjur.
Silla.


12.03.2009 14:49
Tíminn flýgur.
07.03.2009 14:17
Blogg í tvö ár.

Góðan dag.
Nú eru rúm tvö ár síðan ég byrjaði að skrifa svona þankabrot á 123.is/ heidarbaer. Það var Konný sem kom mér til að prufa og það er bara gaman að þessu. Ég fór aðeins yfir þetta og það geta allir. Þetta er allt hér til hægri á síðunni.Stundum hef ég bloggað mikið stundum löt og þá fer það niður í 5-7 skipti í mánuði. Það finnst frændfólki og vinum of lítið og segja að hér sé hægt að fylgjast með hvað er í gangi. Þetta á nú frekar við þá í fjölskyldunni sem búa erlendis. En mér fannst sjálfri bara gaman að fara svona rúnt yfir það sem ég hef skrafað um frá því síðla febrúar 2007. Já ýmislegt sem kom upp í hugann við upprifjunina. Og líka hægt að brosa yfir þessu.
Það var til dæmis ein færslan sumarið 2007 sem ég sagði frá belgiskum ferðalöngum sem ég leyfði að tjalda í görðunum hjá mér og gaf þeim svo kaffi og te um morguninn. Í byrjun árs 2007 snýst líka mikið hjá mér um Wilson Muuga nokkurn. Og svo var ég dugleg að blogga í ferðinni sem við fórum með Maddý og Gísla um Bandaríkin og Kanada í brúðkaupsafmælinu okkar. Já það er bara gaman að rifja upp og þetta er svona í ætt við dagbók..

En í dag er bjart og fallegt veður. Það hefur verið undanfarna daga. Ég tók æði áðan með tuskuna. Sólin var farin að segja mér til syndanna!! Gunni er að vinna í íbúðinni sem er verið að standsetja fyrir Jóhönnu. En hann er bara að þessu núna svona í laugardagsfríi. Það hefur minnkað í bili vinnan í Fúsa ehf en samt er nóg að gera virka daga. Þessi tími hefur nú alltaf verið rólegastur því sandblástur fer aðallega fram að sumrinu. Þeir vonast eftir stærri verkefnum sem komi með vorinu. En svo spilar þetta ástand eitthvað inn í dæmið.
Ég læt þetta duga í dag. Hafið það sem best um helgina og alltaf.
Ykkar Silla.

02.03.2009 20:16
Ýmislegt-allt og ekkert.
- 1