Færslur: 2011 Ágúst

15.08.2011 09:02

Gestagangur                  Góðan daginn gott fólk.

Þessi helgi hefur verið annasöm og bráðskemmtileg.

Hér gistu systkinabörnin Vilmundur Árni Vilhjálmsson og Sigurbjörg Eiríksdóttir þrjár nætur hjá ömmu og afa. 

Við fengum góðar heimsóknir en hver annarri ólíkari..Það gerir lífið svo skemmtilegt hvað fjölbreytileikinn er mikill hjá okkur mannfólkinu. emoticon

Á laugardaginn komu þrjú systkini ásamt frænku sinni og manni hennar. Það voru þau Hrafnhildur, Heimir og Eggert, Auður og Henrik. Það var óvænt og skemmtileg heimsókn..emoticon
Í gær kom Árni Konráðsson móðurbróðir Gunna, Didda konan hans og Sigga dóttir þeirra ásamt dóttursyni sínum. Þeim kemur alltaf svo vel saman frændunum..Gunna og Árna..Hnífurinn kemst ekki á milli þeirra. ekki síst hvað varðar skák og ættfræði..emoticon Gaman að því..Stuttu seinna komu svo Hilmar Bragi og Guðbjörg með krakkana..en þau eru svona eiginleg aukabörn hjá okkur..Þau eru skömmuð og þeim hrósað eftir behag.emoticon Jóhanna og Garðar Ingi komu svo í mat með okkur og yngri börnunum. Hakketti spagetti..var í matinn, ekki erfið matseldin sú.emoticon 

Eins og þið sjáið var nóg að snúast í Heiðarbænum um helgina.
Verið þið sæl að sinni.
Ykkar Silla.

12.08.2011 08:10

Beggó og Gunni
Góðan daginn..

Ævintýrið hélt áfram. Beggó tókst að töfra fram listaverk úr hugmynd Gunna.. Enda skrifaði hún á bakhlið þess "Þegar tvö séní eins og við Gunni, leggjum saman verður þetta útkoman. Beggó" Þetta verk með riddurum Gunna er glæsilegt. Ég set inn mynd af því við fyrsta tækifæri. 

Við buðum þeim heim og ég lagði fram það sem ég kann best að gera..Mat auðvitaðemoticon
Í forrétt var grafinn lax, hrefna og steiktur humar m/ ristuðu brauði..Skötuselur fylltur með höfðingjaosti var í aðalrétt. Gunni sagði að ég hefði toppað sjálfa mig..Það var mér nógemoticon ..Svo gátum við spjallað og hlegið fram á kvöld..Þau eru svo skemmtileg og heimsvön þau Beggó og Oddur. Yndisleg bara. Okkur finnst mjög gaman að hafa kynnst þeim. Svo sátum við úti á palli..Veðrið hefur leikið við okkur undanfarið. 

Gunni hafði sótt þau klukkan fjögur (bíllinn þeirra var í viðgerð)..Og svo höfðum við beðið Jóhönnu að skutla þeim heim..Hún gerði það með glöðu geði þó í gifsi væri..Hún er handleggsbrotin þessi elska. Henni fannst bíltúrinn ekki leiðinlegur emoticon..

En eins og ég sagði set ég fljótlega inn myndir...Þangað til, hafið það sem best.emoticon

Ykkar Silla. 


05.08.2011 09:51

BEGGÓ                                         Góðan daginn.

Mig langar að segja ykkur frá henni Beggó (Bergljót Gunnarsdóttir) Ég kynntist henni á Moggablogginu mínu í fyrra. Þá var hún að búa sig undir heimfluting frá Kína þar sem hún bjó með Oddi sínum í 3-4 ár. Beggó er mosaik-glerlistakona með meiru. Hún er með skemmtilega frásagnarlist. Hún skrifaði um lífið í Kína á þann hátt að mér fannst ég vera þar stödd..Þarna í fyrrahaust drakk ég í mig sögurnar hennar og beið alltaf eftir nýju bloggi. Svo komu hjúin heim og Beggó fór að undirbúa sýningu á listaverkum sínum sem hún hélt í vor. Ég sagði henni að ég myndi mæta á opnunardaginn sem ég gerði..Ég horfði yfir fullan sýningarsalinn og hugsaði: Finn ég hana? Ó jú..Þarna var hún umvafin fólki og ég stormaði og við féllumst í faðma eins og við hefðum alltaf þekkst. Gunni stóð álengdar og kímdi. Hann er orðin vanur því að ég hitti bloggvinina emoticon

En Gunni átti nú aldeilis eftir að koma við sögu. Við keyptum eitt listaverkið á sýningunni..Ég hélt reyndar að hún ætlaði að eiga það sjálf því verðið var einn milljarður....við keyptum það á brot af því verði emoticon upphæðin var grín auðvitað og tilboð bárust í verkið.

Við heimsóttum Beggó og Odd í lok maí og sóttum Útrásarvíkinginn okkar. Þau voru skemmtileg heim að sækja og við áttum notalega stund hjá þeim. Svo var fastmælum bundið að þau kæmu hingað í Heiðarbæinn..Það gerðu þau á föstudaginn var. Það var ánægjuleg stund..Gunni sýndi Beggó gamla teikningu af tveim riddurum sem hugmyndir höfðu verið um að gera eitthvað úr. Viti menn stelpan fékk mikinn áhuga og langaði að spreyta sig á þessu..Gunni átti að senda henni myndina í tölvupósti. Jú aldeilis skyldi hann gera það..eitthvað hefur hann verið ákafur því hún fékk 65 pósta frá stráknum emoticon
Nú er allt komið á fullt hjá listamanninum svo mikið að gera að hún má ekki vera að því að blogga..Gunni búinn að kíkja í kjallarann á Njarðargötunni og verkið virðist ætla að verða glæsilegt. 

                                       Það er svo gaman að lifa.
Framhald seinna.
Hafið það sem best..
Ykkar Silla.


  • 1
Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 124468
Samtals gestir: 26578
Tölur uppfærðar: 21.7.2024 05:19:37