Færslur: 2011 Október

12.10.2011 14:33

GÓMAR


FÖLSKU TENNURNAR SEM FENGU FRJÁLSAN VILJA emoticon

Það getur reynst þrautin þyngri að þurfa að fá sér falskar tennur. Gunni hafði haft tannpínu í síðustu fimm tönnunum í neðri góm og sprakk á limminu fyrir ári og lét rífa þær úr sér..Falskar skyldu upp í hann einn, tveir og þrír..STRAX. Það gekk nú ekki vel..Nei aldeilis ekki..Þær voru oftar en ekki í brjóstvasanum. Einn daginn kom hann heim úr vinnu og greip um vasann..engar tennur..humm..Ég lofaði að aðstoða hann og saman fórum við inn í fyrirtæki og byrjuðum að leita..Lágu þær ekki sakleysið uppmálað á planinu..brotnar í mjél..Hann hafði misst þær og bakkað yfir þær svo!!TANNSMIÐURINN FÉKK AUKAVINNU 
emoticon

Og hann smíðaði nýjar, heldur voru þær skárri og þó..oftar en ekki fengu þær að hvílast í vösunum, á náttborðinu, á mælaborðum bílanna eða týndust um lengri eða skemmri tíma.
Við skruppum svo til Danmerkur til fjölskyldunnar sem við eigum þar..Fórum svo í ferðalag um Noreg og Svíþjóð..allt gekk vel í tannlegu tilliti þar til við vorum að koma aftur til Lisabild til krakkanna..Ég vildi ólm stytta mér leið og taka ferju yfir Fynshafið..gott og blessað..við þurftum að bíða aðeins eftir ferjugreyinu..Gunni vildi fá sér "smá"blund í bílnum á meðan á biðinni stæði..Hendurnar fálmuðu eftir tönnunum góðu..hann hugðist setja þær á sinn vanastað..í brjóstvasann..

Víkur nú sögunni að því er við vorum komin um borð í ferjuna. Tannaeigandi hugðist með mikilli riddaramennsku færa frú sinni kaffisopa og gengur að teríunni. Í því hrynur gómurinn undan jakkanum á gólfið. Fyrir einskæra tilviljun ber að Dana á okkar aldri og BINGÓ hann steig á góminn og hann í tvennt emoticon Gunna brá svo, rauk upp á nef sér, húðskammaði karlgreyið og á ensku slengdi fram höstugur: This kosted me sixty five þásúnd! Aumingja manninum krossbrá og fór að tala um að sonur sinn væri tannlæknir og gæti kannski hjálpað..Hefur líklega hugsað þetta í dönskum krónum! Og til staðfestingar tók hann upp nafnspjaldið sitt..Á meðan reyndi ég að fanga athygli Gunna með mínum fínasta svip eða þannig og hvíslaði: Gunni þetta er ekki manninum að kenna..Þá loksins áttaði hann sig og sagði: Det er slet ikke din skyld (þó ekki væri)..Ég vissi ekki hvort ég ætti að skæla eða skella uppúr..en maður skælir nú ekki yfir svona smámunum..En auðvitað var þetta allt mér að kenna..Það var jú ég sem vildi fara með ferjunni! Og það var staðfest í kaffispjalli þann daginn..Hefðum við farið bara hraðbrautina eins og venjulega þá..Hehehe..


OG TANNSI FÉKK ENN MEIRI VINNU emoticon
 
  • 1
Flettingar í dag: 193
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 124588
Samtals gestir: 26580
Tölur uppfærðar: 21.7.2024 06:44:21