02.03.2007 19:47

Nóg að gera..


Það er alveg makalaust hvað mér finnst alltaf nóg að gera hjá mér..

Samt er ég ekki í fastri vinnu ( útivinnandi heitir það). Og ég sem er hætt í bæjarstjórn og flestum nefndum.
Læt nægja að vera í stjórn VSFK. Það er mjög gott fólk þar og baráttuandi.   En mæting á almenna fundi félaga mætti vera betri.
Ég held að fólk hugsi ekki út í að það getur haft áhrif með því að mæta og segja sitt.  Kannski er fólk svona hrætt við að lenda í stjórn eða þurfa að taka eitthvað á sig.  Auðvitað hafa allir nóg með sig..  Annars fór dagurinn í þetta venjulega: Keyra tengdó í Keflavík og snattast með hana blessunina...Ekki veit ég hvernig hún kæmist af án mín..æ æ bara grínast.  Svo eldaði ég í hádeginu í karlana mína í Fúsa ehf.
Það er nú bara gaman.  Mamma er að ná sér af flensunni sem hefur hrjáð hana undanfarið og er öll að hressast.  Hún er ótrúleg kona að MÍNU áliti. Alltaf að reyna að sjá jákvæðar hliðar á lífinu.  Listamaður af Guðs náð og málar ,perlar, saumar og tileinkar sér allar nýungar.
Eina sem pirrar hana er heyrnarleysið.  Þrátt fyrir góð heyrnartæki er heyrnin slæm.  Og þá segir hún bara: Allt í lagi með mig ég hef góða sjón.  Já það er nóg að gera hjá mér og ég er þakklát fyrir að geta gefið af mér einhvern TÍMA.
Jæja nóg í bili..

Góða helgi elskurnar mínar.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51