Færslur: 2013 Apríl

18.04.2013 10:59

Gistihúsið

Góðan daginn Kæru vinir.

 

Við erum alls ekki hætt við gistiheimilið okkar. En ýmsar ásæður eru fyrir því að þessu seinkar í að minnsta kosti ár. Atvinnuleysisdraugurinn gerði vart við sig og samtals hefur húsbóndinn verið án atvinnu í 9 mánuði frá því ég skrifaði síðast. Hann hefur verið iðinn við að smíða og setja upp milliveggi, einangra og fleira. EN þegar atvinnan er engin skortir fé. Þannig er það bara og nú er hann búinn að smíða og nota það sem til var.

En atvinnan í fyrirtækinu er kominn í gang og nú horfir til betri vegar. Nú er vinur okkar að smíða gluggana í "stofuna" Þar sem bílskúrshurðin er núna. Vonandi tekst fyrirtækinu Fúsa ehf að fá enn fleiri verk en þeir eru með vinnu fram í september eins og er.

En auðvitað er margt eftir. Slétta gólf og leggja gólfefni, sparsla og mála veggi, kaupa hurðir og innréttingar..en sumt er til og við erum með mikið af eldri innanstokksmunum sem verða notuð óspart og munu gefa þessu húsnæði skemmtilegan blæ að mínu áliti.

Svo, bara svona rétt að láta ykkur vita að draumurinn um Gistiheimilið í Heiðarbæ lifir góðu lífi.

Kærar kveðjur til ykkar sem eru enn að kíkja á síðuna mína :)

Ykkar Silla.

 

Ps. Og síðan 123.is/ heiðarbær er líka á sínum stað með bloggfærslum sem ég hef gaman af að glugga í. Fínasta dagbók.

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 138
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 124
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 125074
Samtals gestir: 26682
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 23:08:14