Færslur: 2010 Febrúar

04.02.2010 18:18

Halló!


Komið þið sæl öll vinir mínir nær og fjær.
Ég er ekkert búin að gleyma ykkur og hef bara gleymt mér á Facebook og Moggabloggi. En ég veit vel að það eru ekki allir að fylgjast með því og er búin að lofa að skrifa hér öðru hverju fyrir þá vini.

Það er búin að vera þvílík vetrarblíða hérna á meðan allt er á kafi í snjó hjá Eiríki og Lilju í Sönderborg í Danmörku. Einn daginn komust þau ekki frá húsinu fyrir sköflum. En venjulegast er ekki mikill vindur þar. En það er meira en eins metra þykkur snjór hjá þeim. Reyndar er Lilja komin til Íslands í nokkurra daga heimsókn og er að fara að skíra systurdóttur sína á laugardag. Við Júlía Linda sóttum hana upp í flugstöð í gær. Það munaði minnstu að hún missti af fluginu vegna seinkunnar á lestunum í gærmorgun úti.

En aftur að góða veðrinu. Það er svo mikill munur að hafa það. Svo er stjörnubjart á kvöldin og hér í sveitinni er ekki mikil ljósmengun og hægt að skoða himininn ef maður kærir sig um..Svo hefur verið mjög gott gönguveður. 

Fyrirtækið gengur ágætlega enn. Vonandi helst það áfram en óvissan er mikil hvað varðar verkefni eins og hjá öllum fyrirtækjum í dag. Vonandi fer að koma einhver glæta í þetta hjá stjórnvöldum. Sýnist nú einhver hægagangur í því.

Systur mínar komu að norðan 22 janúar og við fórum að taka í gegn dótið hennar mömmu um þá helgi. Við erum búin að skipta á milli okkar flestu. Það var ekkert smáræði sem hún skyldi eftir sig af handavinnu. Hvert og eitt okkar er með álíka mikið og ein venjuleg kona hefði skilið eftir sig..Sex hlutir. Ég held að þetta sé ekki ofsagt. Það eru málverk, heklaðir dúkar og harðangurssaumaðir, prjónaðir hlutir, perlað dót, málaðir hlutir, ísaumur, glerlistaverk og ýmislegt annað. Samt hafði hún undanfarin ár gefið flestar jólagjafir og afmælisgjafir handunnar! Mögnuð kona hún mamma.

En ætli ég láti ekki staðar numið hér.
Hafið það sem allra best.

Ykkar Silla.
  • 1
Flettingar í dag: 97
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 124
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 125033
Samtals gestir: 26682
Tölur uppfærðar: 24.7.2024 22:23:55