Færslur: 2007 Október

31.10.2007 18:12

Kartöfluuppskeran!!!!


Ég hélt að kartöflurnar mínar væru ónýtar vegna kuldans sem varð um helgina. En nei nei þessar fínu dúllur og meira segja margar grillkartöflur. Snjórinn hefur varið þær.
 
En magnið var nú ekki eins og í gamla daga þegar við krakkarnir fengum að selja eigin uppskeru í strigapokum.
En nokkrum sinnum í matinn þó. Og svo gott að fá þær svona nýuppteknar.

En í dag er allur snjór farinn eins og ég bjóst við. En hvenær hann lætur sjá sig aftur..Ef ég ætti að panta, þá bara svona rétt fyrir jólin!!!Takk. En maður fær víst ekki að hafa hönd í bagga með því.

Við Lilla fórum í sund í morgun. Sátum heillengi í heita pottinum ..vorum svona pottormar! Flóridaflakkararnir komu við hjá mér eftir hádegi. Fengu sér smálúr í Glaumbænum eftir flugið. Allt í góðu þar.

Nú er síðasti dagur októbermánaðar svo það styttist í jólin..Þau eru þarna hinu megin við hornið..
Enda heyrir maður auglýsingarnar..Líklega ekki ráð nema í tíma sé tekið. En ég læt þetta duga að sinni.
Góðar stundir.
Silla.

30.10.2007 12:52

Vetur konungur.Jamm og jæja. Þá er veturinn genginn í garð..greinilega.. enda var fyrsti vetrardagur á laugardag. Það snjóar og það er hláka og svo á að snjóa aftur og hlýna svo. Og kólna!  Alveg dæmigert fyrir veturinn okkar. Vitum aldrei hvernig næsti dagur verður. En í morgun var ég í Átak og er að fá fasta tíma aftur á þriðjudögum og fimmtudögum. Það er flott mér líkar vel að vera hjá þeim og æfa mig.

Svo var ég að malla fyrir smá hluta af Fúsaliðinu mínu en þrír eru fyrir vestan. Svo er ég að fara til Svandísar á eftir svo það tekur því ekki að renna heim. Og þá nota ég bara tækifærið og pikka smá í vinnutölvunni.

Ég sá mynd af Gunnari Borgþór á 245.is. Þeir félagar í hljómsveitinni Uss unnu í Skýjaborgarkeppninni. Góðir!! Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni er sagt..Sigfús var í hljómsveit um tíma og spilaði meira að segja einu sinni á Verktakaárshátíð!!!! Þeir voru þar í einum sal af fleirum því þá unnu svo margir hjá ÍAV. Já og afi hans gutlaði líka á gítar í den..hm.


Í gærkvöld fór ég á fund í Reykjavík hjá Flóanum svokallaða. Þar var fólk að stilla saman strengi í framhaldi af ASÍ fundi og fleiru. Og umræðan hlýtur að vera flestum ljós. Kjarasamningar framundan. Þar er vel unnið held ég og stefnt að því að vera fyrr á ferðinni en í síðustu kjarasamningum. Hvað sem vinnuveitendur síðan gera.


Í fyrramálið koma Maddý og Gísli heim og þurfa að fara að snúa við sólarhringnum. Og á laugardag heldur Hrefna vinkona upp á hm 60 ára afmælið með pompi og prakt. Svo það eru bara veisluhöld út í eitt ..Kemur svona í köstum.
En ég fer að hætta þessu blaðri og þangað til næst:
Hafið það gott.
Silla

 

28.10.2007 20:00

Stórskemmtileg veisla!!


Já já..Við vorum í afmælispartý ársins í dag ..eða þannig. Mætingin var rosa góð. Yfir 60 manns mættu til að heiðra tengdapabba. Það komu margir fjölskyldumeðlimir og vinafólk hans úr Sandgerði og annarstaðar að.
 
Unnur Lár nágranni til margra ára á Uppsalaveginum, Elín og Eyja úr Miðhúsum ásamt mömmu sem er náttúrulega í fjölskyldunni mættu ásamt Hafnarfjarðarfjölskyldunni næstum allri.

Svo var Lilja að kveðja. Flaug til D.K um miðjan dag. Og svo voru barnabörnin og tengdabarnabörnin og ég veit ekki hvað ég á að telja upp. Flest búa í Sandgerði og komu í afmælið.

Vona og veit að tengdafaðir minn hafi notið þessa út í ystu æsar. Eins og hann var á móti veislu í upphafi!! En Sirrý dóttir hans ásamt Báru systir hans frá Ameríkunni sem kom gagngert heim á þessum tímamótum bróður síns, áttu mestan þátt í að kveða niður þetta mót-veislutal hans.

En að öðru..Ja hérna ..þegar við vöknuðum í morgun var alhvítt! Jólasnjór? Ég var að tala um í gær að ég þyrfti að taka upp þessar fáu kartöflur sem eru í garðinum!! Æ æ. En kannski sleppur þetta. Athuga á morgun..Maddý ætti að sjá þetta útsýni hér úr sólinni í Flórida. Held að snjórinn verði farinn á miðvikudagsmorgun þegar þau koma heim.

Jæja elskurnar..Góða nótt og sofið rótt.
Silla í Heiðarbæ.

27.10.2007 18:27

Afmælisveisla á morgun!!Já það verður boðið til veislu fyrir tengdapabba á morgun. Hann verður áttræður en að vísu ekki fyrr en 30.okt. En það er auðvitað miklu betra að ná fólki saman um helgi..svo..Við tökum saman höndum Sirrý ,ég ,Erla Jóna og stelpurnar mínar og búum til eitthvað jammijamm.

Við fengum salinn í Miðhúsum. Þau sem búa þar eiga rétt á salnum einu sinni á ári, svo það er flott mál. Við vitum af mörgum sem koma af höfuðborgarsvæðinu og svo er ég viss um að margir mæta héðan úr Sandgerði.Svo nú er bara að bretta upp ermar og töfra fram réttina!

Já strákarnir hennar Jóhönnu voru hér í nótt og það var fínt. Rólegir strákar..allavega hjá ömmu og afa. En ekkert veður var til útiveru svo sjónvarpið og talvan voru í aðalhlutverki. Ég skilaði þeim um tvöleitið og síðan fórum við Sirrý að spá í salinn og raða borðunum.

Bjössi bró kom áðan og hann er alveg frá í handleggnum.Hann á að fara í skoðun á þriðjudag. Ég held að hann þurfi að fara í sneiðmyndatöku..en hvað verður gert.??.
Vona að hann fái bót á þessu. Lillý er líka lasin og bestu kveðjur til hennar!! Tengdafaðir Dúnu lést í gærkvöld svo það leggst alltaf eitthvað til fyrir fólk. Hann var búin að vera veikur en ég veit samt ekki meir um það.

Kveð að sinni. Kveðjur úr Heiðarbæ. 

25.10.2007 22:06

Hrafntinna og amma!


Ég sótti Hrafntinnu Jónsdóttir á leikskólann í dag því mamma hennar þurfti að erinda eitthvað. Og við höfðum það gaman saman. Hún er svoddan gæðablóð þessi stelpa en ákveðin og veit hvað hún vill. Amma átti endalaust að vera í ''epli og perur,,eitthvað sem við lékum við krakkana og þau hafa tekið upp sjálf við sín börn.

Svo annað kvöld fer Jóhanna í leikhús með Bónusfólkinu og Garðar Ingi og Vilmundur ætla að gista ásamt Brúnó..hundi. Það verður fínt hjá þeim að koma í sveitina, verst hvað veðrið er leiðinlegt.
 
En það spáir vel um helgina en afmæli og fleira kemur víst í veg fyrir að bera olíu á restina hér utanhúss. Það eru tveir partar eftir og mér finnst við verða að gera þetta fyrir veturinn ef hægt er. En kannski kemur tími seinna í haust. Rigningin hlýtur einhverntíma að taka enda.

Þeir eru að tala um veðurfræðingar að það stefni í metúrkomu í október. Við sluppum vel að vera í burtu á meðan. Nóg er rigningin síðan við komum heim. Nú styttist í að Maddý og Gísli komi heim brún og sæl. Þau koma á miðvikudagsmorgun, held ég. Bíllinn þeirra er í Glaumbæ svo það liggur við að ég sæki þau bara!!!!

Og Snati var sóttur í morgun. Og það voru sko aldeilis fagnaðarlæti! Þau Hilmar Bragi og Gugga komu heim frá Tenerife í gærkvöld. Svo það er rólegt í Heiðarbænum núna. Vikký er rólegur hundur, jafnvel of. En hún er hraust og eðlileg þrátt fyrir að vera bara þrífætt greyið.

Hef þetta ekki lengra í bili..en ég kem alltaf aftur.
Góða nótt og sofið rótt.
Silla.

23.10.2007 17:24

Klikkað veður!!Jæja þar kom að því að haustlægðirnar létu bera svolítið á sér..Það er hreinlega bilað rok í verstu kviðunum núna..útsynningur. Og í gær seinnipartinn fór önnur lægð yfir. Ég þurfti að halda fast í stýrið á Reykjanesbrautinni þegar við mamma vorum á leiðinni heim. Þetta er okkar góða Ísland!!!Í blíðu og stríðu..

,,Við hundarnir'' fórum í heimsókn til Benna og Ölla áðan í kaffisopa. Týra gerði sig heimakomna og hvolparnir hlupu út um allt! Ég fór reyndar á bílnum þó ekki sé langt á milli, því það er varla stætt stundum.

Annars er lítið að frétta þannig. Ég var að elda fyrir hluta af liðinu mínu í hádeginu og skrapp svo til gömlu hjónanna í smá heimsókn.(Jóhönnu og Fúsa). Systir tengdapabba Bára kom til landsins í morgun og ég held hún hafi valið þessa tímasetningu vegna þess að bróðir hennar verður 80 ára 30.okt. n.k.

Bára býr í Kaliforníu og ætlar að stoppa í mánuð. Við ætlum, börn tengdabörn og barnabörn að hafa kaffi fyrir hann í Miðhúsum á sunnudaginn. Vonandi verður hann hress og nýtur þess.

Bestu kveðjur til ykkar...

Silla.21.10.2007 16:15

Lilja Kristín í heimsókn.


Lilja er í heimsókn frá Danmörku. Hún ætlar að skíra nýfædda systurdóttir sína. Kannski hún gifti einhvern líka!  Hún kom hingað í Heiðarbæ ásamt Sirrý í gærkvöld. Gaman að hitta hana. Hún kom ekki í Lindu og Jóns brúðkaup en þá mætti Eiríkur.
 
Bjössi var hér í morgun og er að jafna sig af flensu. En hann er líka mjög slæmur í öxl og fram í fingur..Ég er ansi hrædd um að þar sé að taka sig upp brjósklos!

Og við fréttum að það hefði gengið vel að steypa í Eplastræti. Monthy mætti ásamt David og Stacey og hjálpuðu Maddý og Gísla við verkið. Ótrúlega góðir vinir sem við eigum að þarna. Svo nú er mikið búið þar á bæ.

Nú var ég að hella mér upp á kaffi og hef það notalegt í sveitinni. Sunnudagur og á morgun fer ég með mömmu til læknis..Var að reyna að æfa mig í myndaalbúminu og tókst að raða fyrstu myndum frá Kanada upp á nýtt..nokkuð rétt. Það vantar hinsvegar Edmontonhlutann. Fer að koma með þetta.

Það var búið að spá klikkuðu veðri en það bólar ekkert á því. Bara haustblíða ennþá..Linda og Hrafntinna voru að fara og snuddan hennar lenti í hundunum ææ!!.Hef þetta ekki lengra í bili.
Kveðja úr Heiðarbæ..

19.10.2007 21:24

ASÍ fundur og sitt af hvoru tagi..


Hæ hæ.. Nú er ég búin að vera á tveggja daga fundi Alþýðusambands Íslands. Hann var haldinn á Hilton Nordica eins og það heitir víst núna..Gamla Esja. Hann var líka þar í fyrra. Ekkert smá flott hótel eftir breytingar.

Fundurinn var ágætur. Sumt gott og annað síður eins og gengur. En það var mikil áhersla lögð á að hækka lægstu launin..(maður hefur nú heyrt eitthvað um svoleiðis áður) En fólk var mjög ákveðið í þessu og margir ræddu græðgismenninguna á Íslandi.

Þarna hitti ég Eið hennar Dabbý (mág minn) eins og líka í fyrra. Hann er á vegum verslunar og skrifstofufólks á Akureyri. Svo var Konni sonur Svenna bróðir Gunna fyrir Afl á Austurlandi..Hálfgert ættarmót!!.Svo er Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ náskyldur mér af Lækjarbotnaætt og við erum búin að spjalla um það. Mér finnst gaman að hitta fólk í þessum hóp og er farin að kannast við marga.

En að voffunum..Það er sko algjört hundalíf í Heiðarbæ núna. Ég er að passa Snata í viku og tók svo Brúnó líka fyrir Jóhönnu. Hún er að vinna alla helgina. En hún og krakkarnir voru með þá sl. nótt..En nú fer að færast ró yfir og sólarhringurinn kominn í lag eftir USA ferðina. Vona að allt gangi vel í Epplastræti hjá M og G.

Bestu kveðjur og sofið rótt...


16.10.2007 10:47

Veturinn nálgast.Já nú finnur maður að veturinn nálgast óðum. Það er reyndar bjart og flott veður en hitastigið frekar lágt. Það voru viðbrigði að koma úr hitanum í Flórida en einhvernveginn er maður nú bara ánægður með íslenska veðurfarið. Allavega meðan það er eins og núna. Reyndar er víst snjór og hálka á heiðum!!!

Ég fór tvisvar í Reykjavík í gær. Fór með Fúsa eldri á sjúkrahús og sótti hann svo aftur. Hann þurfti að fara í svæfingu og mér fannst best að fara bara heim til voffanna í millitíðinni.
 
Enda engin Maddý heima í Heiðarásnum eins og oft. Ég kom við í dýrabúð og keypti ól á Vikký svo hún geti farið aðeins út. Alltaf með hugann við hvolpana og er að fara að passa Snata líka í viku..

Ég er að vona að Hitaveitumenn fari að koma með ljósastaurinn sem á að koma við innkeyrsluna. Það gengur hægt en ég talaði við þá í gær. Það er orðið dimmt svona hálf átta á kvöldin og bjart átta á morgnanna. Og það styttist óðum birtutíminn.. Svo það er nauðsynlegt að fá ljós upp við veg.

En annars er allt í góðu lagi hér í sveitinni..sem mér finnst nú ekki beint vera sveit í dag heldur bara friðarstaður þar sem hægt er að njóta náttúrunnar. En sveit er það..sérstaklega í augum barnabarnanna. Bestu kveðjur til ykkar allra...Silla í Heiðarbæ.

P.s. Ég heyrði auglýsingu í dag..Sérbýli í sveit..það er hér!

 

14.10.2007 12:00

Heimsóknir....


Já það hefur verið kátt í bæ. Margir komið og kíkt til okkar síðustu daga. Í fyrrakvöld voru Jóhanna og Konný hér. Í gær komu Hemmi og Guðrún og við tókum okkur góðan tíma í að skoða myndir ofl.
 
Svo kom Fúsi í gærkvöld. Hann var að koma frá Búðardal,þar sem þeir voru að vinna. Svo komu Benni og Ölli líka í gærkvöld og aftur fórum við í myndaskoðun úr ferðinni okkar.

Já við höfum fengið rokið okkar aftur en nú er komið fínasta veður allavega í bili.Týra og Vikký láta fara vel um sig. Týra hin rólegasta en meiri leikur í litlu Vikký. Hún er ekkert smá dugleg litla skinnið á sínum þremur fótum!!

Við erum samt ekkert of dugleg þessa daga..hálf löt ef svo mætti segja. En morgundagurinn breytir tímamuninum endanlega. Ég fer með tengdapabba til læknis klukkan átta í fyrramálið svo þá þýðir ekkert að lúlla sér.

Reyndar hefur Gunni verið þessa tvo daga við vinnuna en samt er eins og það taki tíma að snúa upp á tímann. Nú er Linda á Spáni í brúðkaupsferð og ég heyrði í henni..Hún er mjög ánægð með stað og hótel. Þau Jón verða reyndar bara í viku og Hrafnhildur og Kalli eru með Hrafntinnu.

Læt þetta duga af spjalli í bili. Bestu kveðjur Silla..


12.10.2007 01:28

Heim í Heiðarbæinn..

 

Já við erum komin heim í Heiðarbæinn..Og það er það besta þrátt fyrir suðaustan rok og rigningu..Og dýrin mín sofa nú saman. Mamman Týra og stelpan Vikký!  Og Konný og strákarnir, Jóhanna og börn, Erla Jóna og Ágúst Þór eru búin að koma í heimsókn.

Og á morgun fer ég til mömmu ofl. Dagurinn í dag var svona eins og alltaf þegar maður kemur heim..hálf ruglaður.. svo nú er best að fara að koma sér í háttinn og snúa upp á dæmið.

Alltaf gott að koma heim..heyra í rokinu ...við erum svo sem alin upp við það!  En núna eru Maddý og Gísli rétt að klára vinnudaginn. Vona að þeim gangi vel með stéttina ..undirbúninginn..Sendum þeim bestu kveðjur og líka Dísu, Nonna og Kathy. Jax-fólkinu okkar.

Bestu kveðjur frá Stafnesinu!!!!!!!
Silla og Gunni..

 

10.10.2007 20:16

Orlando Sanford á heimleið....


Halló halló!!!! Nú erum við stödd á Sanford flugvelli í Florida. Við eigum að fara í loftið klukkan sjö og nú er klukkan hér fjögur. Heima hjá ykkur átta...Alltaf gott að mæta snemma og fá góð sæti..ha ha. Maddý og Gísli keyrðu okkur á flugvöllinn og hér er enn 30 stiga hiti. 

Ég gæti trúað að Gísli sé sestur upp í gröfuna..þau ættu að vera komin heim aftur. Þau leigðu litla gröfu og eru að fara að steypa innkeyrslu og palla(patio). Þetta verður mjög fínt þegar þau verða búin að þessu og innanhúss er mjög notalegt og gott.

En við erum nú ekki lengur úti í sólinni og Gunni er bara sáttur. Hann er ekkert hrifin af þessum hita. Gísli kallar hann ísmanninn..Og þið í fjölskyldunni þekkið það..Hvernig var ekki í sumar þegar við fórum í fjölskylduferðina!! Hann fór alltaf í skuggann þegar við vildum vera í sólinni.....

Já nú sitjum við og látum fara vel um okkur á The Royal Palmer Lounge sem er betri stofan þeirra hér á Sanfordflugvelli...Eins og Saga Class heima..Uhm..mjög fínt og rólegt.

En okkur er farið að hlakka til að koma heim. Við höfum aldrei, þó flakkarar séum verið svona lengi erlendis. En við bættum viku við áætlaðan tíma áður en við fórum út. 
Þá höfðum við ákveðið að bæta við Kanadaferðinni með Maddý og Gísla.

En nú erum við tilbúin til brottfarar og það verður gaman að sjá börn og buru heima. Líka ferfætlingana. Ég á örugglega eftir að blogga meira um þessa ferð. Hafið það sem allra..allra best. Sjáum sum ykkar í fyrramálið. Bestu kveðjur..Líka til ykkar Maddý og Gísli!!
Silla.

08.10.2007 18:24

Heimferð nálgast..Jæja elskurnar..Nú nálgast heimferðin og það er nú bara fínt. Búið að vera góður en kannski frekar langur tími miðað við það sem við erum vön. Við erum búin að sjá svo margt og upplifa að það gleymist seint.

Núna er sól og 30.st. hiti og hefur verið frá því á föstudag. Rigningardagarnir voru þrír og það var sko nóg!!

Við sitjum á veitingastað uti i solinni fyrir utan.. og erum í netsambandi og þess vegna er ég í minni tölvu núna..
Ha ...skrifa á íslensku. Erum hérna saman fimm. Dísa er með okkur og síðan ætlum við í búðarráp enn á ný!!!!..restina liklega..

Svo ætla ég ekki að þreyta ykkur með þessu bulli í bili. Við komum heim á fimmtudagsmorgun og erum farin að hlakka til að sjá ykkur öll..

Bestu kveðjur úr sólinni í Florida.
Silla og hinir flakkararnir.


07.10.2007 00:52

Lake Glenville!!!!!!Hallo ollsomul. Nu erum vid i heimsokn hja David og Lynn i N.Carolinu. Vid erum i sumarhusinu hja theim vid vatn i fjollum Carolinu...Og enginn smakofi..nei nei. Bara holl..Va!!! Hef aldrei sed slikt nema i biomyndum.

Forum i hradbatnum theirra um Lake Glenville vatnid i dag og nu settist eg smastund vid tolvuna hennar Lynn til ad lata vita af okkur.Thetta er otrulegt!!!!!

Vid faum audvitad ser herbergi..Ekki sma FLOTT.......Eg segi ykkur meira af thessu seinna vegna thess ad maturinn er ad verda tilbuin...Ja og solarlagid adan oooohhhhh.
Og Johanna hun Lynn er svoo anaegd med kjolinn og allt..

Heyrid meira fra okkur bradum.
Kvedja.Flakkararnir i USA.

P.s Nu er komid kvold og vid erum komin heim i Appleton i Jacks aftur. Hja okkur er enn 7.okt...vid erum 4 kl. timum a eftir heimatima. Og thid faid ferdasoguna nanar seinna. Bokid thad gournar minar!!!
Kvedjur heim.
Flakkararnir..

04.10.2007 16:24

Budarap og letilif


Jamm og jaeja..Nu hofum vid bara verid i leti og horft a nyja sjonvarpid milli thess ad vera udi i solinni og i smaaa budarapi!! Letilif og thad er gott stundum..Nu er hadegi hja okkur og vid aetlum a syningu a eftir sem er um allt sem snyr ad husum og heimili..Kannski eins og stundum i Laugardalshollinni.

Vid aetlum snemma i fyrramalid af stad til Davids. Tha erum vid thar fyrir midjan dag. Annars er allt gott ad fretta her. Disa Nonni og Kathy koma stundum yfir og spjalla. Allir bidja ad heilsa heim.. Vid erum med tolvuna opna og endilega latid okkur heyra fra ykkur elskurnar!!!

Og eg skal hafa thetta stutt nuna. Hafid thad sem best...
Kvedja fra flokkurunum i Jacksonville i Florida.

Flettingar í dag: 143
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 124538
Samtals gestir: 26580
Tölur uppfærðar: 21.7.2024 06:01:40