Færslur: 2009 Júní

21.06.2009 03:37

Pínu-lítið blogg.


Sæl kæru vinir og ættingjar nær og fjær (eins og segir í jólakveðjunum)..

En nú er reyndar hásumar. Lengstur sólargangur er á morgun 21.júní.
En allt gott er að frétta hér um slóðir í dag.
Maddý og Gísli eru í ferðalagi á Vestfjörðum og ekki eins margmennt hér og hefur verið síðustu daga. En þó erum við nokkuð mörg hér í hverfinu og sem erum búsett allann ársins hring;)

Bjössi var í dag við útskrift dóttur sinnar Hlífar sem var að útskrifast úr Háskóla Íslands.

Hlíf er alveg frábær og dugleg stelpa (eða kona). Henni tekst það sem hún ætlar sér.
Vinnusöm, dugleg og verkstjóri inn við beinið. Kannski ættgengt!
En til hamingju Hlíf og Bjössi til lukku með dótturina!

En við gömlu hjónin erum að vinna í Fúsa ehf. á morgun sem og aðra daga. Reyndar er ég bara að leysa Erlu og Hörpu af. Þær hafa verið flesta daga en allir þurfa smá frí.


En í dag er bróðurdóttir David vinar okkar að gifta sig á eyjunni Puerto Rica. Okkur var reyndar boðið í brúðkaupið en það var ekki möguleiki á að þiggja það. Of langt, of dýrt, þó okkur væri boðin gisting. Verkefnin hjá fyrirtækinu eru svo áríðandi nú.

En að lokum..Hafið það sem best kæru vinir.
Ykkar Silla.

13.06.2009 13:58

Hundahótelið..The dogs Inn.

Hæ hæ.

Já það er fjör í Heiðarbæ. Ég er að passa Carlos Carmen og Pedró fyrir Svandísi og Brúnó fyrir Jóhönnu. Svo eru auðvitað Týra og Vikký. Sex geltandi smáhundar..Ykkur líst varla á það. En það er nú ekki þannig að þeir gelti látlaust. Þeir eru voða góðir greyin oftast. En nú er mannmargt í Stafneshverfi og þrír hundar með Glaumbæjarfólki. Það æsir ekki lítið upp hópinn. Þeir eru reyndar miklu stærri og gætu gleypt litlu vargana en eru hinir blíðustu og leyfa þeim bara að gelta.

En það er törn núna í Fúsa og ég var að elda fyrir þá í gær og dag. Þeir eru að sandblása tank í Helguvík fyrir Olíudreifingu. Mikið álag þar á bæ.

Það hefur haldið áfram sama blíðan og ég þorði ekki annað en taka fram slöngu til að vökva þessar fáu plöntur mínar. En það virðist eitthvað minni sól núna og hellirigndi í Keflavík áðan. Dettur svona niður hér og þar. Í gær sátum við Linda úti á palli með handavinnu. Ég var að rekja upp og minnka fyrir hana kjól.

Konný er í dag í Krepputorgi..Það er svona lítið kolaport eða þannig. Okkur datt í hug að setja upp svona í einni ónotuðu íbúðinni á Ásabrautinni. Allavega dót, föt og munir. En það var mikið kíkt fyrstu dagana tvo og svo lítið meir. Það er spurning hvað er hægt að vera mikið yfir þessu. Núna er aðeins opið 3-5 laugardaga og sunnudaga.

En ég læt þetta duga í bili.
Góðar stundir.

09.06.2009 15:03

Bloggleti.


Sæl öll. 

Mikið að ég drattast til að blogga smávegis. Svo nú þegar ég loksins ætla að skrifa eitthvað virðist 123.is vefurinn allverulega hægfara. Eitthvað að hjá þeim. En ég reyni...

Ég hef verið að dunda mér útivið og ekki verið eins við tölvuna. En það er búin að vera veðurblíða að mestu í 2-3 vikur. Er að bera á húsið og pallinn en bara smátt og smátt. Gott að vera útivið og njóta veðursins. Reyndar er við það að súlda núna. Svo setti ég niður nokkrar kartöflur eins og í fyrra til að fá nýjar með ýsunni í haust. Í fyrrahaust fór ég bara jafnóðum í garðinn eftir því sem vantaði í pottinn! Þetta er eitt af því sem er notalegt við að vera í sveitinni!

En ég þarf að fara að reyta arfa einhvernja næstu daga. Reyndar ekki stórt svæði. Hringtorgið mitt sem ég kalla. Bjuggum það til í fyrra uppi við afleggjarann.

Um hvítasunnuna átti ég afmæli sem er nú ekkert merkilegt. En Erla Jóna og Sigfús gáfu okkur tvær nætur á Grand hótel og það var frábært. Takk mín kæru fyrir það! Það var nú ekki síður Gunni sem hafði gott af tilbreytingunni. Þeir hafa unnið mikið undanfarið. Og já gott að hafa vinnu og er á meðan er eins og ég segi. Við fórum í bíó og út að borða. Svo kíktum við til Ásbjargar og Óskars sem við höfum ekki gert saman í áratugi. Það var mjög gaman og mikið spjallað.

En nú ætla ég að stoppa. Er að fara með mömmu á læknavaktina. Hún fór í þessa speglun fyrir bráðum hálfum mánuði en er ennþá svo slöpp. Suma daga sæmileg en aðra bara mjög óhress. Svo við ætlum að drífa okkur í Keflavík núna.

Bið að heilsa ykkur öllum.
Ykkar Silla.
  • 1
Flettingar í dag: 173
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 124568
Samtals gestir: 26580
Tölur uppfærðar: 21.7.2024 06:23:19