Færslur: 2009 September

26.09.2009 20:37

Afmæli og afmæli..Góða kvöldið kæru vinir.
Nú er ég búin að lofa að vera duglegri við bloggið mitt. Ég er ekkert lítið ánægð yfir því að heyra frá fólki sem les þetta reglulega. Mummi er einn, Erla Kidda Lár önnur og í afmælinu í dag hitti ég þrjá sem létu mig vita að ég skrifaði of sjaldan...Rétt er það og nú skal breyta um kúrs!

Já afmælin..Í dag fórum við í afmæli Binnu..Hún varð 80 ára og þetta var mjög gaman. Við hittum fjölda fólks sem hafa verið vinir okkar til áratuga. Og ekki skyggði það á að Bára systir hennar kom frá Los Angelis öllum á óvart. Alltaf jafn hress..Konný kom með okkur með yngri strákana tvo en aðrir krakkar mínir voru uppteknir. En sá misskilningur varð á milli okkar Gunna Þórs að ég lét ekki Sirrý vita eins og hann hafði hugsað heldur bara mín börn og tengdó..En ég veit að Sirrý var að vinna í dag svo líklega hefð'i hún ekki komist. Vona bara að þær Bára hittist því þær eru svo miklir mátar.

En svo er afmæli á morgun líka! Hannes hennar Konný er þrítugur  þann 21. september og stóri strákurinn þeirra varð sjö ára í gær..Svo það er sameiginlegt afmæli þar! Ég er að setja á brauðtertur fyrir Konný núna en annars er hún mjög flink sjálf í svona veisluhöldum.

En annars gengur allt sinn vanagang..Það hefur gengið yfir mikið rok og mikil læti í veðrinu síðasta sólarhring. Og það brimaði mikið við ströndina hér í dag..Í fyrirtækinu gengur allt nokkuð vel allavega miðað við aðstæður..En aldrei eru áhyggjurnar langt undan í því sambandi..en eins og er bara fínt. Ég elda mat fyrir karlana mína minnst fjóra daga í viku og hef bara gaman að því.

Tengdamamma er frekar léleg til heilsunnar og við höfum jú vissar áhyggjur af því. Mamma er eins og alltaf dugleg og er alltaf að föndra eitthvað. Það væri flott ef maður yrði eins og hún..

Ég er búin að vera á Moggablogginu ásamt mínu..(þessu) í tvö ár. Hætti reyndar í mánuð í sumar og skráði mig út..Var búin að fá nóg af ekkifréttum.. En ég hef eignast góða bloggvini og Sigurður sem var sveitarstjóri í Garði er einn. Reyndar hafði ég kynni af honum áður. En svo kom annar bloggvinur í heimsókn í vikunni og það var bara meiriháttar gaman.. Mikið hvað við gátum skrafað.

En ég skal reyna að vera duglegri að skrifa hér vinir mínir..
Takk fyrir alla athyglina og hafið það sem allra best.
Silla í Heiðarbæ.

20.09.2009 11:41

Haust.


Góðan daginn kæru vinir nær og fjær.

Nú er sunnudagur 20.september og farið að hausta. Það hefur rignt ansi mikið núna í september en samt hafa síðustu dagar verið bara ágætir..Sól inn á milli og fallegir haustlitirnir að koma fram. Og oft logn! Við höfum verið að undirbúa veturinn og bæta við ljósum við húsið. Það var þörf á því og við fórum skrítna leið í lýsingu til bráðabrigða. Við keyptum ódýrar slöngur eins og margir nota á jólunum og settum í tröppurnar..(glærar) og það kemur bara ágætlega út. Vona bara að það dugi þar til við erum tilbúin að kaupa varanlega lýsingu.

En nú eru barnabörnin byrjuð í skólum og leikskólum..Aðeins sá yngsti Róbert Óli sex mánaða er ekki í skóla! Júlía Linda er kominn í leikskólann og ánægð með það..Allavega er hún farin að babla út í eitt...Hún er bara 16 mánaða. Í leikskólanum í Sandgerði eru líka Arnar Smári og Hrafntinna. Elsta barnabarnið Gunnar Borgþór er í Fjölbrautarskóla Suðurnesja og Ástrós Anna í VMA á Akureyri. Jóhann Sveinbjörn, Vilmundur Árni, Garðar Ingi og Ágúst Þór eru í Grunnskólanum í Sandgerði. Svo eru Sigurbjörg, Helgi Snær og Þorsteinn Grétar í skólum í Sönderborg á Jótlandi.

Heldri borgararnir mínir hafa það sæmilegt.. Mamma er alltaf jafn hress og dugleg í föndri og tölvu..Frábært að hún geti farið og skoðað síður og haft samband við afkomendur á msm. Tengdamamma er ekki eins hress..Hún er reyndar léleg. Hún fær mikil asmaköst og verður oft að sofa uppisitjandi..en reykir enn...Það eru ýmiss vandamálin við að etja.

Í Fúsa er nú orðið rólegra..Þeir eru fáir eftir eins og hefur verið yfir veturinn..Eitthvað eiga þeir eftir að vinna í Örfirisey og fleira sem fellur til daglega. En þar eins og í íslensku atvinnulífi er kyrrstaða ef stjórnvöld aðhafast ekkert. Engir eiga pening til að láta framkvæma þó það bráðvanti og það kemur niður á öllum sem hafa annast viðhaldsverkefni eins og Fúsi ehf.

En ekki þýðir annað en horfa inn í framtíðina. Ekki gagnar endalaust að hrærast í því liðna..En þetta Íslenska hrun verður samt að rannsaka ofan í kjölinn..Til þess að við getum byggt upp að nýju. Fólk er mjög sært, reitt og vonlítið..Ég þekki marga sem eru að hugsa um að fara úr landi. Ekki er það gott fyrir íslenskt þjóðfélag.

En ekki ætlaði ég að vera mikið í þessari umræðu.. 
Bestu kveðjur til ykkar allra sem nennið að kíkja á síðuna mína.
Ykkar Silla.
13.09.2009 13:48

MyndirÞað eru komnar inn myndir Mummi.:)09.09.2009 19:33

Kominn tími til að blogga!


Sæl öllsömul..

Það er orðið langt frá síðasta bloggi. Tíminn flýgur áfram og veðrið hefur verið svo gott flesta daga. En einhver veðrabrigði virðast vera núna. Komin haustlægð og með henni næðingur. Svo þá er komin tími á bloggið. Ég hef verið dálítið á facebook og finnst það bara ansi skemmtilegt í hófi.

En það hefur svo sem margt drifið á dagana frá 16.ágúst þegar ég skrifaði síðast. Eiríkur og Lilja eru farin af landinu heim til Danmerkur. Eiríkur og börnin öll byrjuð í skólanum en er Lilja atvinnulaus eins og er. Við urðum fyrir vonbrigðum með það að hún var ekki valin næsti sóknarprestur hér en svona er þetta bara. Ég geri því ráð fyrir að þau ílendist lengur í DK. Annars hefði hún komið stax og hluti fjölskyldunnar en Eiríkur klárar í vor skóladæmið.

Ég var reyndar að tala við þau áðan. Helgi Snær er þrettán ára í dag. Hann fæddist á brúðkaupsdeginum okkar strákurinn. Ritgerð Eiríks (sem hann vann með öðrum aðila) frá því í vor var valin sem kennslugagn í háskólanum og þeir tveir eiga að kenna hana í nokkra daga. Og á launum! Hann var stoltur af þessu strákurinn.

En að öðru. Sandgerðisdagar sem voru síðast í ágúst tókust vel. Hátíðahöldin eru alltaf að taka fleiri daga og fólk er mjög ánægt og tekur þátt. Það var afhjúpað minnismerki um Jón Forseta sem fórst hér við Stafnes árið 1928. Það stendur rétt við V-Stafnes. Bjössi er með myndir frá því og öðru á síðunni sinni..Tengill hér hjá mér..Mjög gott og þarft verk sem minnir á liðna tímann. Á fimmtudagskvöldið var svo Loddugangan svokölluð..Söguferð um Sandgerði og þá eru heimsótt nokkur fyrirtæki. Gangan endaði í Fúsa ehf og þar var göngufólki gefið snittur og bjór. Mikið fjör á bæ þá. Þetta voru um 250 manns sem tóku þátt. Konný var með málverkasýningu á laugardeginum og einnig ljósmyndasýningu í Grunnskólanum á sunnudeginum. Hún var búin að viða að sér eldri myndum úr bæjarfélaginu og tók svo nýjar í sumar á sama stað. Þetta gerði heilmikla lukku.

Við fórum norður með Ástrós Önnu 19-21 ágúst. Hún var að byrja í VMA og við vorum að hjálpa henni að koma sér fyrir í vistinni. Vonandi gengur henni vel. Hún hefur alla getu til þess.

En í dag eigum við brúðkaupsafmæli..Ekkert merkilegt bara 42 ára :o) En mér finnst dagsetningin í dag mjög skemmtileg...09.09.09...

En kæru vinir..Ég læt þetta duga og lofa ykkur að heyra frá mér bráðum aftur.
Bestu kveðjur.
Ykkar Silla.


  • 1
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 124500
Samtals gestir: 26580
Tölur uppfærðar: 21.7.2024 05:40:37