11.03.2007 22:43
Það er af sem áður var...
Það er af sem áður var
æskan nam og lék sér þar.
Nú er þar orðið einskonar
afdrep fyrir kvennafar.
Þessa vísu kenndi pabbi mér ásamt fleirum góðum.
Pabbi var fæddur 1914 og var næstyngstur sinna systkina. Hann var Miðnesingur í húð og hár og hreykinn af því.
Hann lést 1.april 1997. Og nú eru að verða tíu ár frá því hann lést.
Vísan hér að ofan er um barnaskólann sem var staðsettur í Hvalsneshverfinu og varð seinna samkomuhús hreppsins.
Núna er þetta hús eign Hákonar Magnússonar ,heiðursmanns sem á níræðisaldri rær til sjávar og ræktar sínar kartöflur..sem sagt ræktar sinn garð öðrum til eftirbreytni..
Meira seinna.
Kveðja Silla.

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51