
Jæja við sem erum fædd árið ,haldið ykkur, 1947 eigum náttúrulega svolítið stórt afmæli á þessu ári. Við erum ekki með bleyju eins og þessi á myndinni, það er nú kostur. En auðvitað snúast augun í okkur vegna þess að við trúum þessu ekki. En nú ætla ég að upplýsa leyndarmál..ha ha. Mummi verður sextugur á morgun. Hann býr úti í Seattle og getur því falið sig fyrir okkur. EN á morgun 60 ára takk fyrir, þann 14. mars. Og fyrst ég er byrjuð að skandalera þá ætla ég að upplýsa um þá sem ég man eftir. Birna Margeirs á afmæli 20. mai. Hrefna vinkona á afmæli 2. nóvember ,Skúli Sigurðs er fæddur 2. desember. Ég á afmæli 29.maí, verð að heiman ,pottþétt. En það þyrfti að upplýsa um fleiri sem eru að verða svona ungir eða þannig. Bjössi bróðir er alltaf að stríða mér á hvað ég sé gömul en alltaf lallar hann í humátt á eftir mér. Munar þrem árum, hvað er nú það? Jæja hvað um það. Maður er ekki degi eldri en manni finnst maður vera.
Góðar stundir.