15.03.2007 14:42
Flensa og fleira.

Jæja ekki gat þessi bannsett flensa sleppt mér alveg. En þetta er allt í áttina núna. Slapp örugglega betur en margir. Ég er búin að vera eins og skælandi alla vikuna , augun á floti. Hvað er það miðað við svo margt. Alltaf jafn mikið að gera hjá Fúsa ehf. Núna eru þeir uppi í Steingrímsstöð við sandblástur ofl. Þeir segjast vera 20 metrum undir Þingvallavatni. Úff best að hugsa ekki um það.
Hilmar tengdapabbi hans Sigfúsar dó í nótt. Það urðu bara rúmlega tvö ár á milli hans og konunnar , Ólu. Jæja svona er lífið.
Ég kom aðeins til Erlu tengdadóttur minnar áðan og hún er nú bara hress.
Að öðru. Mér fannst gaman að fá gamlan bekkjarbróður í heimsókn á síðuna ,hann Hafstein. Mér finnst maður vera búin að tína of mörgum úr þessum fámenna hóp sem var saman í skólanum hér í Sandgerði. En þetta er bara svona. Gunni man eftir mjög fáum úr skólanum í Hafnarfirði.
Svo þetta er líklega bara gott hjá okkur...En ég hef haft mest samband við Hrefnu og hitti stundum þá sem eiga heima hér um slóðir. Það eru Jóhann, Stína, Elsa, Gunnar Páls og Birna. Svo höfum við Mummi verið í tölvusambandi í nokkur ár. Jæja það er bara nýtt líf að keyra Stafnesveginn núna miðað við í síðustu viku ..Hm.. En það þarf auðvitað að gera hann betur upp í vor.
Best að hætta þessu rugli í bili. Rugla meira seinna það megið þið bóka.
Lifið heil.

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51