17.03.2007 20:41
Matur fyrir þrjá.
Hæ aftur. Við buðum Benna frænda í mat og erum búin að hafa það kósý í kotinu. Vorum í Heiðarbæ seinnipartinn en það varð nú ekki mikið um framkvæmdir. Meira spáð og spekulerað sem þarf líka. Við keyptum okkur borðstofusett í dag í Bústoð og borðið er frábært með mikla stækkunarmöguleika. Ætli sé ekki þörf á því þegar margir koma í einu? Og þá verða kannski fleiri í mat en núna ,allavega stundum.
Nú eru allir að fá boðskort frá David og Stacy og mamma fékk það sama dag og hún gifti sig fyrir 60 árum 15. mars .Hún var mjög ánægð með það. Gæti verið lukkumerki fyrir væntanlegt brúðarpar! En ég er farin að halda að við náum ekki að flytja fyrir brúðkaup æ æ. Allavega ekki í fullgert hús. Enda allt í lagi okkar vegna en þá verðum við að leita að fleiri gistiplássum. Væntanlega verða það 15-20 manns sem koma frá USA 19.maí n.k. Við erum að plana ferð með hópinn um Suðurland og vonandi gengur það eftir áætlun.
Jæja best að fara fram í STOFU og spjalla við Gunna og Benna.
Hafið það sem allra allra best.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51