19.03.2007 16:27

Ferðalangar og fleira fólk.


Ég fékk SMS frá Sólrúnu frá Kario. Hún sagði að þau væru í skýjunum yfir öllum aðbúnaði. Hafði aldrei séð annað eins. Þetta væri eins og fyrir forseta. Ég fékk hláturskast og sendi henni á móti og spurði hvort hún væri ekki með FORSETA ha ha. En annars, þetta er víst þvílíkur lúxus. Gaman fyrir þau. Annars var í fréttunum að það hefði komið upp fuglaflensutilfelli í Egyptalandi einhversstaðar. Vonandi einangrað tilfelli.

Í dag byrjaði ég eftir nokkurt hlé í sjúkraþjálfun í Átak og var svo heppin að fá sama þjálfarann. Hún heitir Dagbjört og er einstaklega elskuleg stúlka. Svo þurftum við Ástrós að erinda ýmislegt og í leiðinni var farið í sendiferðir fyrir elstu kynslóðina, ömmurnar í Miðhúsum. Nú virðist aftur vor í lofti, hvað sem það helst lengi.

 Í gær fengum við Gunni blaðamann frá Víkurfréttum í heimsókn í Heiðarbæinn. Það var Ellert Grétarsson sem einnig er með bestu ljósmyndurum. Ekki veit ég nú hvort hann getur galdrað einhverjar fínar myndir af okkur gamla settinu. Varla ha ha. Mér skilst að þetta viðtal eigi að koma í Tímariti Víkurfrétta. Reyndar veit ég lítið um þetta, sjáum bara til. Ég held allavega að Heiðarbærinn sjálfur sé í aðalhlutverki. Hann er flottur þó ég segi sjálf frá. Og þegar okkur tekst að klára dæmið og allt umhverfið eins og ætlunin er kemur það betur í ljós. Þá set ég nýjar myndir á síðuna.

Nú líður að fermingum. Bárður Gísli Guðjónsson fermist 25.mars, Þórunn Anna dóttir Bjössa á að fermast 1.april. Ástrós Anna dóttir Jóhönnu 5. apríl. Jónína fósturdóttir Dúnu 7.apríl og Thelma dóttir Dabbý 19.apríl . Já það verður nóg að gera þennan mánuð...Og mér finnst svo stutt síðan þessir krakkar voru með bleyju. Segir til um aldur annarra ekki satt?  Nú fer ég að hætta þessu pári..Lifið heil.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51